Er gervigreind einhver greind

Í dag fara fjölmiðlar mikinn og margur um gervigreind. Þetta sé allt að því að leysa heimsins vandamál en gervigreind svokölluð svo greind?

Í rauninni því alla sýna þekking fær gervigreindin frá því sem var vitað áður. Hún skapar ekki nýja þekkingu út frá órökrænu samhengi. Upplýsingum sem er safnað og koma með niðurstöðu byggja ekki á órökrænu samhengi heldur einmitt raðað eftir rökrænu samhengi. Gervigreindin lærir ekki nema sem fyrir hana er sett eða getur sótt á einhvern hátt.

Til samanburðar við manninn þá orðatiltækið brennt barn forðast eldinn verulega útskýrandi í því samhengi. Barnið lærir, á órökrænan hátt, að eldurinn meiði þig og ber að forðast. Þetta getur gervigreind ekki lært nema það sé sérstaklega tekið fram. Gervigreind hefur ekki skynjun til að læra út frá. Með því má segja að þetta sé ekki greind.

Það að safna upplýsingum og vinna úr gerir þig ekki endilega greindan. Þetta er færni og flýtir alls konar ferlum við verkefni. Þótt svokölluð gervigreinda öpp hafi búið til tónlist, gert myndir, myndbönd og fleira þá er þetta allt unnið út frá þekktum stefum. Í mínum huga eru þessi öpp meira sem leiktæki en eitthvað sem nýtist.

Af öllu má segja að öll þessi upplýsingasöfnun gerir hluti oft leiðinlegri. Það vantar einhvern sjarma - hið órökræna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Rúnar.

Gervigreind er auðvitað ekkert annað en það sem tölvur eru mataðar á. Öflugri tölvur hafa meiri getu til að leita sér upplýsinga á netinu, upplýsinga sem þangað eru mataðar. Tölvur hafa ekki hugsun til að meta hvort þær upplýsingar eru rangar eða réttar, ekki frekar en að þær hafi hugsun til að meta hvort þær upplýsingar sem þær eru mataðar beint á séu rangar eða réttar. Því er útilokað að tala um greind í þessu sambandi.

Það sem er þó hættulegast við þessa þróun og oftrú margra á henni er að vísindi byggja á forvitni. Vilja til að kanna það óþekkta. Það er tölvum fyrirmunað. Þær hafa ekki greind eða hugsun, geta einungis unnið úr þeim upplýsingum sem þær fá.

Hins vegar eru tölvur merkileg fyrirbæri og hafa ótrúlega getu til útreikninga að öllu tagi. Í raun er það eina geta tölva. Og grunnurinn er töflureiknir, eða exel. En niðurstöður þeirra fara alltaf eftir þeim upplýsingum sem þær eru mataðar á, réttum eða röngum.

Gunnar Heiðarsson, 29.3.2024 kl. 00:16

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sammála þér Gunnar að tölvur hafa auðveldar margan útreikninginn og síendurtekin verk. Þetta með vísindin er grunnpunkturinn. Þú leggur í ferð með forvitni (tilgátu) sem þú vilt sanna (kenning). Í dag skortir ekki bara forvitnina heldur vantar einnig efann, að efast um niðurstöðuna. Með efanum komumst við áfram.

Rúnar Már Bragason, 29.3.2024 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband