Bulldómur Mannréttindadómstólsins

Þessi dómur er alger þversögn þegar fréttin er lesin. Nú hef ég ekki lesið dóminn en samkvæmt fréttinni segir:

"...þar sem tryggður er „rétt­ur til að virða einka- og fjöl­skyldu­líf”."

Í hverju felst það eiginlega?

Er þá ekki sami réttur að vilja olíukyndingu að hún sé höfð til staðar?

Í fljótu bragði sé ég enga lausn út frá þessum úrskurði enda engin ein lína að virða einka- og fjölskyldulíf. Líklegra finnst mér að þessi dómur fari á haug sögunnar og verði kennsluefni fyrir dómara hvernig á ekki að dæma í málum.

Þekki ekki hvort Sviss hafi skuldbundið sig að fara eftir þessu dómstigi en vonandi gera þeir það ekki. Svona yfirgangur á dómstigi er á sama plani og aðþrenging að málfrelsinu. Svona dómar eru ekki í þágu almennings.


mbl.is Svissneska ríkið sakfellt í loftslagsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband