16.4.2024 | 12:53
Góð grein sjómanns um stofnstærðsmælingar á fiski
Í Morgunblaðinu í dag skrifar Guðlaugur Jónasson góða grein um storfstærðsmælingar Hafró á fiskistofunum. Þarna vísar hann til rannsókna Hafró og einnig Norskrar rannsóknar. Í stuttu máli felst í því að með nota safnpoka undir trolli þá er að veiðast 30-50% meira af botnfiski eftir tegundum heldur en þegar einungis stutt við trollið.
Aðferð Hafró er þannig að notast er við troll sem í grunninn var gert á 9 áratug síðustu aldar. Því má ekki breyta og út frá veiðum eftir ákveðnum staðsetningum er því haldið fram að þeir geti sagt til um stofnstærð botnfiska kringum landið.
Rannsóknirnar sem Guðlaugar vísar til sýna fram á allt annað. Það er mun meiri fiskur heldur en aðferð Hafró gefur til kynna. Samt sem áður þá neitar Hafró algerlega að skipta um aðferð eða þróa aðferð sína áfram.
Staðreyndin er sú að aðferð Hafró er í grunninn yfir hálfrar aldar gömul og með smá tilfæringum notast enn við sömu aðferð. Þrátt fyrir að áður en aðferðin var endanlega tekin upp þá veiddist mun meira af botnfiski og þeir lofuðu að geta sýnt fram á að með þeirra aðferð myndu veiðar aftur aukast. Sú bið hefur ekki enn skilað árangri.
Eigi Hafró að nota vísindalegar aðferðir við stofnstærðsmælingar þá væri aðferðafræðin lifandi og tæki breytingum þar sem reynt er að núa af ýmsa vankanta eða sjá betri lausnir. Þetta hefur aldrei verið til umræðu og hvað þá til notkunar.
Það er fullt af færum fiskifræðingum sem gera góða rannsóknir en þær hafa engin áhrif inn í stofnstærðarmat. Hið pólitíska stofnstærðarmat á botnfiskum er einfaldlega til að halda veiðum niðri og búa til skortstefnu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.