17.4.2024 | 12:18
Viðbrögð Hafró við grein Guðlaugs um stofnstærðsmælingar fiska
Viðbrögð Hafró komu ekki á óvart og leitað í gamlar lummur um að svona geri allir aðrir, notast er við sömu aðferð og sama tommustokk meira segja. Skrítið að tommustokkurinn hafi ekki máðst í gegnum árin.
Svarið heldur áfram um að það sé togað á 1000 stöðum yfir árið. Talað er líka um veður, tunglstöðu og ljósi eftir dagsetningum. Gott og vel vissulega margar breytur en þær eru samt fleiri sem þeir nota ekki t.d. hafstraumar, hold fiska og hvernig veðurfar hefur verið undanfarið ár (með tilliti til storma eða viðvarandi vindáttar). Eins og ég sagði í gær þá vill forstjórinn meina að það sé vísindaleg nauðsyn að nota sömu veiðafæri ár eftir ár þótt aldrei hafi verið sýnt fram af hverju það sé nauðsynlegt.
Andsvar forstjórans er algerlega fyrirséð sem ríkisstofnun sem berst fyrir lífi sínu (starfi þeirra) og getur á engan hátt haft rangt fyrir sér. Stofnunin hugsar fyrst og fremst út frá hag almennings (að þeirra mati) sem má samt ekkert til málanna leggja nema það sé skotið niður.
Ef hugsað er til að mynda um loðnuveiðar þá skiptir engu máli hvort gefinn sé t.d. út 200 þús tonna kvóti á ári. Fiskurinn lifir svo stutt og ef hann veiðist ekki (þéttir sig ekki nóg til að veiða) þá er ekkert veitt. Útgerðir eru ekkert að reyna útrýma fiskum í sjónum hvað sem Hafró heldur um það. Veiðirágjöfin breytir engu um það að finnist fiskurinn ekki (sé ekki í nógu veiðanlegu magni) þá er veiðum hætt. Tilraun Hafró um að stækka fiskistofna með því að geyma fiskinn í sjónum hafa algerlega mistekist. Nálgun Hafró um stofnstærðarmat er bara einfaldlega á röngum forsendum.
Forstjórinn undirstrikar að stofnmat er pólitískt fyrirbæri þar verið er að fela sig á bakvið vísindi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.