28.4.2024 | 15:40
Að vera í algeru affalli
Notkun málsins er breytileg og hin síðari ár hefur mikið borið á enskuvæðingu orða. Þannig er talað um skautun þegar uppruninn var skautuð umræða. Þessi háttur að nota eitt orð er komið úr ensku enda það tungumál sem byggist upp á nafnorðum og því oft hægt að nota eitt orð. Íslenskan er ekki eins uppbyggð og þessi enskuvæðing kemur ekki vel út. Í því samhengi kemur fyrirsögnin að ekki megi nota orðið rusl heldur skal nota orðið affall.
Tökum dæmi um orð sem eiga að heita íslensk: fötlun, innviðir, inngilding, loftlagsvá o.s.frv. Flest eiga þessi orð sameiginlegt að hafa verið notið í öðru samhengi upphaflega. Þannig var talað um að vera með fötlun. Innviðir er eitthvert heljarhugtak yfir allt sem ríkið á að koma að og segir afskaplega fátt (er þetta spítali eða samgöngur?). Inngilding er bara orðskrípi þar aðlögun er rétta orðið. Loftlagsvá ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um því loftslagið er ekki stöðugt fyrirbæri.
Burt séð frá beygingum og öðrum villum þá er þessi enskuvæðing ekki góð fyrir tungumálið. Hún hvorki gerir hlutina skýrari og ekki heldur að gera tungumáli meira lýsandi. Þetta er bara stytting til að breiða úr sjálfum sér. Stytting sem skilur hlustandann (lesandann) eftir í lausu lofti.
Líklegast er það tilgangurinn að móttakandinn á að vera í lausu lofti. Því svona notkun er mjög loftkennd og góð leið til að rugla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.