8.5.2024 | 12:23
Hvernig skattalækkun gæti leitt til lægri stýrivaxta
Seðlabankinn er að senda skýr skilaboð til ríkis og sveitafélaga. Aðhald og sparnaður lækkar stýrivexti þannig að fjárlög næsta ár á það að vera í forgrunni. Hins vegar virðist lítið benda til þess að á það sé hlustað. Verkalýðsforustan hjálpaði ekki með samningum sem auka útgjöld s.s. með fríium máltíðum í skólum.
Hugum að því hvernig hægt er að lækka skatta og þannig ýta undir vaxtalækkun. Hægt er að horfa á neysluvörur eins og áfengi og eldsneyti. Vörur sem eru keyptar regluega af neytendum. Með því að lækka skatta á þeim þá er líklegra að neytandinn kaupi aðeins meira en á sama tíma eykst ekki magn peninga í umferð. Neytandinn fær þannig ekki mikið svigrúm en þó nóg fyrir aðeins meira.
Margföldunaráhrifin geta verið mikil. Einn aukabjór á hvern neytanda þýðir einfaldlega fleir krónur í vasann fyrir ríkið vegna virðisaukaskattsins. Lægra eldsneyti virkar eins því líklegra er að neytindinn keyri meira ef verðið á eldsneyti er lægra og á sama tíma mögulega stoppa einhversstaðar og kaupa snarl.
Því miður höfum við ekki ríkisstjórn sem hugsar á þennan hátt heldur vill eyða eins og enginn sé morgundagurinn. Hún trúir því líka að hægt sé sífellt að hækka skatta og fá meira í kassann þrátt fyrir að löngum hefur verið sýnt fram á annað. Þegar peningamagni í umferð haldið uppi með lánum þá leiðir slíkt alltaf til verðbólgu ólíkt því þegar neytendavara fer á milli í viðskiptum. Hvatinn með lægri sköttum á neytendavörur þýðir ekki meira peningamagn heldur að neytandinn fær aðeins meira fyrir sama magn peninga.
Peningamagn sem er aukið með lántökum leiðir alltaf til verðbólgu (nóg að líta til Bandaríkjanna þessi dægrin). Þess vegna er ekki hægt að lækka stýrivexti fyrr en aðhaldi er beitt í lántökum. Almenningur blæðir því ríki og sveitafélög halda ekki að sér höndum og huga að hærri tekjum án hækkunar skatta eða lántöku.
Verðbólgan þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viðbrögð hafa verið frekar fyrirsjáanleg við ákvörðun Seðlabankans. Með stórum gífuryrðum þar sem enginn talar um aðhald ríkisins. Toppurinn í kjánalegum ummælum er þetta viðtal við Ragnar Þór: https://www.visir.is/g/20242567767d/-thetta-getur-ekki-annad-en-endad-med-al-gjorum-o-skopum-
Rúnar Már Bragason, 8.5.2024 kl. 12:49
Þar sem vaxtahækkanir ýta fólki yfir í jafngreiðslulán og svo þaðan yfir í verðtryggð lán þannig að sífellt minna en ella og jafnvel minna en ekki neitt er endurgreitt af höfuðstól lánanna, virka þær eins og bremsa á þann enda peningahringrásarinnar þar sem peningar myndaðir með útlánum hverfa aftur úr umferð með niðurgreiðslum á höfuðstól þeirra. Að öllu öðru óbreyttu hafa vaxtahækkanir þannig þau áhrif að viðhalda vexti peningamagns í umferð með tilheyrandi verðbólgu, frekar en að draga úr honum. Að sjálfsögðu væri líka hægt að stöðva útlánamyndun til að draga úr vexti peningamagns í umferð. Það þarf ekki vaxtahækkanir til þess heldur væri einfaldlega hægt að setja reglur sem banna veitingu nýrra útlána tímabundið, eða setja a.m.k. hömlur á þau. Það virðist kannski við fyrstu sýn vera óvenjuleg hugmynd en samt er það algjörlega í valdi seðlabankans að setja bönkum slíkar reglur. Það eru ekki margar reglur í peningafræðum en sú sem gengur framar öllum öðrum er hin óskrifaða regla númer núll: það sem seðlabankinn ákveður gildir. Vextir (og verðtrygging) eru ekki náttúrulögmál heldur ákvörðun.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2024 kl. 23:44
Vel mælt Rúnar en eins og þú segir ÞÁ ERAÐHALD HINS OPINBERA Í FJÁRMÁSLUM "LYKILTRIÐI Í BARÁTTUNNI VIÐ VERÐBÓLGUNA OG ÞAÐ ER ÞAR SEM ÁHERSLAN ÞARF AÐ LIGGJA, STÝRIVAXTASTIGIÐ SPIAR ENGA "RULLU" ÞAR ENDA GERA HÁIR VEXTIR EKKERT ANNAÐ EN AÐ SKAPA SAMDRÁTT Í FJÁRFESTINGUM OG ÞAR MEÐ MINNI VERÐMÆTASKÖPUM OG FÆRIR FJÁRMAGN FRÁ HEIMILUNU OG TIL FJÁRMAGNSEIGENDA.........
Jóhann Elíasson, 9.5.2024 kl. 10:47
Það er rétt Guðmundur að jafngreiðslulán er ekki góð sé ætlunin að greiða niður höfuðstól, það vinnur vel með háum vöxtum og verðbólgu. Enda bankarnir duglegir að ýta þessum lánum að fólki. Það sem mér finnst eftirtektarvert er að bankar hækka vexti á verðtryggð lán þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Það sem ég les út er vandræði við að fjármagna slík lán. Endurfjármögnin sem þeir lofa eftir fasta vexti geta þeir ekki staðið undir án þess að sækja meira til neytenda.
Hið opinbera er stóra vandamálið og nú ætlar Reykjavíkurborg að sækja lánsfé til útlanda sem má túlka sem að enginn vilji lána þeim innanlands. Af hverju ekki frekar að draga saman seglin og koma skikkan á þetta fjármálarugl?
Rúnar Már Bragason, 10.5.2024 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.