20.5.2024 | 12:17
NATÓ er ekki lengur varnarbandalag
Björn Bjarnason skammar forsetaframbjóðendur fyrir vanþekkingu á hlutleysi Íslands. Það er alveg rétt að Ísland er ekki hlutlaust og hefur ekki verið síðan það gekk í NATÓ. Vissulega réttmæt gagnrýni hjá Birni.
Hins vegar heldudr Björn því enn fram að NATÓ sé varnarbandalag. Varnarbandalag ræðst ekki á önnur lönd heldur sér um varnir bandalagslandanna. Þegar NATÓ réðst inn í Líbiu þá henti það varnarbandalags hugsuninni út í hafsauga. Stækkun bandalagsins langt í austurátt er einnig fjarri upprunalegu hugmyndinni um varnir á Atlantshafi.
Björn þarf að uppfæra hugmyndir sýnar um NATÓ líkt og forsetafrabjóðendur þurfa um hlutleysi landsins. Björn hefði líka gott af því að skoða þátt NATÓ í Úkraínustríðinu betur og af hvernig það leiddi til stríðsins. Vissulega vorkenni ég Úkraínumönnum af stríðsástandinu en ef NATÓ hefði ekki tekið svona mikinn þátt þá væri ástandið þar öðruvísi. Ef einhverjum svelgist á slíkri fullyrðingu þá er kominn tími á að skoða fleiri sjónarhorn en vestrænna miðla.
Hið rétta um hlutleysi landsins er að við höfum ekki verið hlutlaust land síðan við gengum í NATÓ og jafnvel má halda því fram að Ísland hafi aldrei verið hlutlaust.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.