Réttur til frelsis

Morgunblaðið sló þessu upp hjá sér í leiðara í morgun. Var að fjalla um Úkraínu og rétt íbúa þess til frelsis. Við ættum að styðja stríð því það væri leið til frelsis á vesturlöndum. Þórdís Reykfjörð og Björn Bjarnason hafa talað á svipuðum nótum.

Skrýtna er að þetta sama fólk og fjölmiðill (ekkert frekar en flestir aðrir fjölmiðlar hér á landi) fjalla ekkert um rúið frelsi sem WHO stefnir að með yfirráðum þegar um faraldra er að ræða. Hvar er réttur okkar þá til frelsis? Ef farið er svipaða leið og í Covid-19 þá er frelsið algerlega tekið af okkur.

Morgunblaðið ætti að tala um frelsi fólksins í Líbíu sem var tekið af þeim af undirlagi NATÓ. Getum einnig minnst á Sýrland, Írak og Afganistan. Vörðuð leið íbúa þess að frelsi sem endar með enn minna frelsi en var fyrir.

Réttur til frelsis væri líklegri leið þar sem ríkisvald eða alþjóða stofnun skiptir sér ekki um of af íbúum landa. Leyfi löndunum að stjórna út frá sinni velþóknun og samþykki að eitt stjórarfar sé ekki endilega það sem henti öllum.

Réttur til frelsis er að koma á frið í Úkraínu og að ríkistjórnir og alþjóðastofnanir sleppi þörfinni að halda að þeirra leið sé sú rétta. Fjölmiðlar mega síðan fara fjalla um málefni og minnka þennan eilífa áróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessir vitringar vita ekki hvað orð þýða.

Um það eru mörg dæmi.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.5.2024 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband