31.5.2024 | 09:48
Fundin lausn en þá er samt öll vinnan eftir
Í almennri umræðu um málefni er oft talað um einfaldar lausnir og þá sé björninn unninn. Við höfum fundið lausn og málin reddast. Því miður er þessi hugsunarháttur alltof algengur og langt frá því að vera lausn.
Þótt við ákveðum lausn þá er öll vinnan eftir. Borgarlína er gott dæmi um lausn sem hefur verið ákveðinn (en samt ekki) og það eigi að veita lausn á samgöngumálum. Slíkt er svo fjarri sanni að eiginlega fyllist maður vonleysi að einhverjir (margir kjörnir fulltrúar) trúi því að þetta sé lausn.
Fyrir utan lausnina að finna rekstrargrundvöll, hver borgar og fækkun á bílanotkun þá á enn eftir að fjölga farþegum. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér og í núverandi kerfi þá fjölgar notendum ekkert. Lausnin, sem á að vera lausnin, er eftir allt alls ekki svo góð.
Kolbrún Baldursdóttir bendir einmitt á hversu galið er staðið að framkvæmdum við Arnarneshæð. Það á að gera allt í einu en án þess að huga hvernig umferðin verður hinu megin við framkvæmdirnar. Sem sagt fundin lausn en ekki skoðað í heild sinni. Þannig verður til nýtt vandamál sem fær lausn eftir dúk og disk.
Annað sem má nefna er Fossvogsbrú. Sem í fyrst, fyrir um áratug, virkaði fín hugmynd en eftir því sem árin líða þá verð ég alltaf meira andstæður þessari framkvæmd. Ekki vegna þess að hún skili engu heldur hversu takmarka lausn hún veitir. Miklu nær væri að tengja saman Álftanes við Kársnes og þaðan út í Skerjafjörð. Víst að brú nær þessu ekki lengur þá með göngum. Nægt pláss er við að setja gangamun við Hafnafjörð og annað við Skerjafjörð. Minna pláss er núna við Kársness en þó möguleiki.
Þótt hugmyndir virðast góðar þá eru þær oft ekki eins góðar þegar framkvæmdum lýkur. Hönnun öll við mislægu gatnamótin við Elliðaá - allt stíflað morgna og kvölds vegna lélegrar hönnunar af- og aðreina. Hönnun við Rauðavatna að hringtorgi frá Vesturlandsvegi - of mikil beygja þannig að umferðin áttar sig illa hversu langt er að hringtorginu og hægir umferðina of mikið. Afreinin frá Lindahverfi í Kópavogi er svo blind að það stoppar reglulega alla umferð.
Það eru mýmörg svona dæmi í umferðinni á höfuðborgasvæðinu og þótt fundin sé lausn, jafnvel sem virðist virka, þá er engan veginn hægt að segja að það sé endanleg lausn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.