Eru nýir bílar betri? - framleiðendur svindla

Nýlega yngdi ég upp bílinn minn þar sem ég taldi mig fá betri bíl. Vissulega minna keyrður og get notað lengur en samt líður mér ekki eins og ég sé á betri bíl. Bíllinn eyðir svipað og það fylgja allskonar þægindi en skipta mig sem bílstjóra ekki öllu máli. Þannig eru allskonar skynjarar t.d. hreyfiskynjari þegar bakkað, regnskynjari o.fl. Bakkskynjarinn er flott viðbót en regnskynjarinn er þægilegur en varasamur í vetrarfærð.

Þrátt fyrir þægindin þá segir það lítið til um hvort bílinn sé betri vélarlega. Tæknin hefur hjálpað við að minnka eldsneytisnotkun en bili eitthvað þá getur verið meiriháttar mál að gera við. Er það endilega að skila betri bíl? Það sem menn gátu gert áður eða það tók ekki svo langan tíma að gera við hefur snúist alveg við. Nú er flókið að gera við og það tekur langan tíma. Svona svipað og hið óendanlega aukning skrifræðis.

Nú vill svo til að bílaframleiðendur í Japan voru gripnir við að svindla. Frægt er þegar evrópskir bílaframleiðendur gerðu lítið úr ESB og loftlagstrúðum er þeir svindluðu á díselprófum. Í þetta sinn eru það Japan sem svindla á öryggispróf. Framleiðendur Suzuki, Mazda og Toyota hafa verið gripnir. Allt gert til að líta vel út á markaðinum. Eigum við að treysta þeim? Eru aðrir framleiðendur eitthvað betri?

Freistni framleiðenda er mikil að stytta sér leið í skrifræðishvelvíti. Niðurstaðan er samt sú sama - við erum ekki að gera betri bíla.

Er ekki kominn tími á að ráðast á skrifræðið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja... þetta er flókið.

Í grunninn eru nýir bílar betri.  Flestar gerðir.

En... þeir eru allir fullir af þessum óþolandi skynjurum útum allt, sem virðast þjóna þeim tilgangi einum að bila.

Svo eru þessi mengunarpróf...

Allt þetta svindl á þeim segir okkur að tæknin er komin að endimörkum þess sem hægt er að draga úr útblæstri.  Allt umfram þetta verður ekki lagað öðru vísi en með svindli.

Lögin heimta eitthvað sem er ekkert í samræmi vð veruleikann.

Geðheilbrigður maður myndi þá bara breyta lögunum, en hér erum við ekki að ræða um geðheilbrigt fólk, heldur *yfirvöld.*  Allir sem kosnir hafa verið til áhrifa síðan alltaf hafa alltaf verið best geymdir í dúðuðum klefa einhversstaðar neðanjarðar, en fólk almennt er ekki á þvi, og vill að slík fólk ráði lögum og lofum.

Því fer sem fer.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2024 kl. 21:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Meðan malarvegir voru allsráðandi um landið, entust bílar vissulega styttra. Fróðlegt væri að vita hvernig nýir bílar myndu endast við þær aðstæður. Ekki víst að allt tölvudraslið sem komið er í bíla í dag þyldi slíka meðferð of vissulega er fjaðrabúnaður nútímabílsins ekki hannaður fyrir holótta malarvegi.

Gunnar Heiðarsson, 6.6.2024 kl. 00:13

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur komið á daginn, vegna þess hversu mikið "pjátur" nýir bílar eru (allir hlutir til dæmis í boddýi nýrra bíla eru úr svo lélegu járni að ef það lendir í einhverju þá er ekki hægt að rétta þann hlut, heldur verður að skipta hlutnum út, enda sést það að bílar fara MJÖG illa ef þeir lenda í árekstri). Það er talað um að þegar SELDUR er EINN nýr bíll þá sé í rauninni búið að selja SEX bíla, FIMM fara í VARAHLUTI fyrir þennan EINA.... 

Jóhann Elíasson, 6.6.2024 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband