Barist fyrir frelsinu

Í blogginu í dag eru tvö blogg sem fjalla um baráttuna fyrir frelsi. Annað fjallar um áfengi en hitt um stríðið í Úkraínu.

Björn Bjarnason fjallar um áfengissölu og á netinu og hvenig sú barátta fyrir frelsi til að kaupa vöruna þegar neytandann langar en ekki með boðum og bönnum ríkisins. Fínt grein hjá honum og lítið við það að bæta. Þversögn Björns er samt áberandi því oft í sínum pistlum þá vill hann höft eða aftra að frelsinu. Hann endar á orðum um að hvert skref til frelsis leiði til betri niðurstöðu. Hann vill til að mynda frelsa Úkraínu því Rússar eigi að vera svo vondir.

Hitt bloggið er frá Arnari Sverrissyni hvernig frelsi Úkraínu feli einmitt í sér að viðhalda frelsi spillangar á vesturlöndum. Það hafi lítið með heimamenn að gera að frelsa landið en viðhaldi ástandi spillingar, misnotkunar og í raun alls þess versta sem vesturlönd bjóði upp á.

Baráttan fyrir frelsinu er ekki svona svart hvít og þannig bendir Gunnar Hreiðarsson hvernig fjölmiðlar þegja er kemur að hugmyndum um vindmyllur og framleiðslu þeirra á orku í landinu. Meira segja Landvernd þagði lengi vel. Þetta er mjög athyglisvert blogg hjá honum.

Frelsið sem við leitumst eftir er því enginn algildur einn sannleikur. Hópar og einstaklingar sjá þetta á mismunandi hátt. Flestir tala samt í frösum þar sem hugtakið er óskilgreint en við eigum að ímynda okkur hvað sé rétta leiðin. Því miður er hún ekki til.

Frelsið verður til í samskiptum þar sem ákveðin sátt næst. Berjumst gegn þögninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Græðgi nýlenduherranna kemur nú oft í ljós aftur, því miður, og afsakanirnar eru oftast fallegar á yfirborðinu.

Fyrsta heimsstyrjöldin byrjaði svona, vegna deilum sem voru smáar og staðbundnar í fyrstu.

Það alvarlega við átökin bæði á Gaza og í Úkraínu er að þarna er um að ræða svæði sem menning okkar kemur frá að mörgu leyti. Norræni kynstofninn kom frá Úkraínu fyrir 5000 árum, og menn ættu að sýna þessu svæði meiri virðingu, og bæði Rússar og Vesturlönd sek um græðgi. Gazasvæðið er hluti af Palestínu þaðan sem Tóran kom og Abrahamstrúarbrögðin.

Ég hef áhyggjur af þessu, að átök á þessum svæðum geta auðveldlega leitt til heimsstyrjaldar. En hvað má kalla þessi átök? Þau minna á heimsstyrjöld. Gleymum því ekki að styrjaldir eru meira háðar í Netheimum núorðið, áróðursstríð og árásir ýmsar, tölvuárásir. Þannig að þessi átök hafa flest einkenni heimsstyrjaldar, og blóðbaðið í Úkraínu því til staðfestingar.

Já, ágætur pistill hér.

Ingólfur Sigurðsson, 14.6.2024 kl. 13:36

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Bloggið hjá honum Arnari Sverrissyni er með því allra besta sem ég hef lesið lengi.  Hann virðist hafa alveg gríðarlega góða og yfirgripsmikla þekkingu á málefninu og vonandi lesa þetta sem flestir....

Jóhann Elíasson, 14.6.2024 kl. 17:41

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk fyrir innlitið og það má bæta við til umhugsunar af hverju fáum við engar myndir af stríðsátökum í Úkraínu?

Sama taktík var notuð í Covid-19. Fyrst var sagt frá og fengum myndir. Síðar engar myndir og öllum mótbærum mætt með þögn.

Rúnar Már Bragason, 14.6.2024 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband