Er stjórnsýsla lýðræðis til sýnis

Umboðslaus forseti Úkraínu fær 82 þjóðir til að skrifa upp á hugmyndir um frið í stríðinu án þess að mótaðilinn fái neitt fram að færa. Ekki bætir úr skák að settar eru afarkröfur sem eru svo óraunsæjar að engin leið er að fá hinn aðilann að samningsborðinu. Minnir um margt hvernig verkalýðsforustan setur fram einhliða kröfur og þá er allt karpið eftir.

Skiptir sem sagt lýðræðislegar kosningar engu máli? Tímabil þessa forseta er lokið og þó séu herlög þá getur landið alveg staðið fyrir kosningum þar sem mestu átökin eiga sér stað á vígalínunni en ekki um allt landið. Hann gæti því alveg sótt sér áframhaldandi umboð. Þessum 82 ríkjum finnst það ekki skipta neinu máli frekar en auðvitað umboðslausa forsetanum.

Virðing Bjarkeyjar fyrir stjórnsýslu er álíka mikil. Það má bara hafa þetta eftir hentugleika og draga lappirnar eins lengi og hægt er.

Eigum við að tala um hvernig ESB bugar aðildalönd til hlýðni. Eigum við að tala um hvernig Demókratar í USA eru að nota dómskerfið til að sverta mótframbjóðenda í forsetakosningum. Eigum við að tala um hvernig USA þrýstir á lönd að fara eftir sínum geðþótta. Eigum við að tala um hvernig mannorð er tekið af fólki ef það leyfir sér að tala um ákveðna hluti. Eigum við að tala um stjórnsýslu sem er þverbrotin í nafni ákveðins málstaðs.

Hvar er þetta svokallaða lýðræði sem alltaf er talað um?

 


mbl.is Umdeilanlegur árangur friðarfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband