Enginn launamaður verður ríkur af lántöku

Heimsýn bloggið tók saman skemmtilegan samanburð á húsnæðislánum milli Íslands og Danmerkur. Í stuttu máli þá eru raunvextir lítið lægri (jafnvel hærri) í Danmörku. Þarna var reyndar ekki tekinn inn annar kostnaður sem oft leggst á fyrir utan vaxtatöflur.

Eitt sinn keypti frændi minn hús í Danmörku og þetta er langt frá því að vera eitthvað einfalt dæmi. Vextir voru kannski lægri en alls ekki af allri upphæðinni. Þeir nefnilega hækkuðu eftir því sem veðsett var meira. Samanburður er ekkert einfaldur enda aldrei heyrt að þeir sem kaupa eignir á norðurlöndum telji sig eitthvað betur setta en með eignir á Íslandi.

Húsnæðismarkaður á norðurlöndum hefur einnig verið óstöðugri svo að eignamyndun þarf ekkert að vera meiri þrátt fyrir lán séu ekki verðtryggð.

Þetta leiðir líka hugann að launum á Íslandi. Það tala allir um að eignir séu orðnar svo háar í verði en enginn minnist á hvort að launin séu ekki einfaldlega orðin of há. Var að tala við bróður minn sem býr í Noregi, og búið þar í 30 ár, um laun. Þegar ég sagði honum mín laun þá hváði hann - laun eru orðin alltof há á Íslandi.

Ríkisstarfsmenn eiga margir eftir að semja. Ef þeir ætla að fá meira en á almennum markaði þá erum við að tala um verðbólgu. Það þarf nefnilega að fara skera á þessar sífelldu launahækkanir. Draga aðeins saman seglin, lækka verðbólgu og sætta sig við að launamaðurinn getur ekki fengið allt.

Ferðaþjónustan þarf að hætta þessu væli og fara í innri endurskoðun. Vindmyllubarónar á að henda út í hafsauga (enda martröð fólks sem vill lága verðbólgu). Ríkið þarf að átta sig á því að það á ekki að vera stærsti vinnuveitandi landsins.

Margt fleira má týna til en sífelld lántaka gerir alla fátæka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Afskaplaga fróðleg og skemmtileg grein.  Ég ætla að láta stutta sögu fylgja með, sem ætti að renna enn sterkari stoðum undir þessa grein: " Maður sem ég þekki vel og er nokkuð eldi en ég, tók þá ákvörðun um fermingu, að hann ætlaði ekki að kaupa neitt nema eiga fyrir því og við þetta hefur hann staðið.  Þessi maður er kominn á áttræðisaldur í dag.  Hann hefur ekki verið í mikilli "uppgripavinnu" en þó hafa komið góð tímabil inn á milli en ég myndi segja að tekjurnar hafi oftast verið fyrir ofan meðallag.  Þessi maður er vel efnaður í dag og nýtur ávaxta lífsstarfsins af sömu skynsemi og hann gerði þegar hann var yngri.

Ef við hugsum um það Rúnar, HVERSU STÓRUM HLUTA TEKNA SINNA ÆTLI VENJULEGUR LAUNAMAÐUR VERI Í AÐ GREIÐA VEXTI OG VERÐBÆTUR Á LÍFSLEIÐINNI?????

Jóhann Elíasson, 29.6.2024 kl. 12:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á Íslandi eru vextir líka hærri eftir því sem meira er veðsett.

Sem dæmi má nefna að hjá Landsbankanum eru viðbótarlán umfram 70-80% veðsetningu með 1,2 prósentustigum hærri vexti en lán undir 50% veðsetningu. (Miðað við fasta vexti í 3-5 ár.)

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2024 kl. 17:42

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Jóhann flestir launamenn á Íslandi gætu haft það miklu betur ef þeir hugsuðu eins og þessi maður. Miðað við meðallaun í landinu þá er vel hægt að lifa án annarra skulda en húsnæðisskulda.

Aveg rétt Guðmundur en punkturinn er fyrst og fremst að þegar ESB sinnar tala um vexti þá oftast bera þeir saman epli og appelsínu. Vextir í ESB eru alls ekki svo einsleitir og í raun alger grautur á milli landa. Ég fagna því að einhver fjalli um raunkostnað en ekki út frá tölum einum og sér.

Rúnar Már Bragason, 29.6.2024 kl. 23:16

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt Rúnar, vextir eru alls ekki einsleitir í ESB eða á evrusvæðinu. Sæm dæmi voru húsnæðislánavextir á tímabili mjög svipaðir á Írlandi og Íslandi og á öðru tímabili voru þeir hærri í Eystrasaltslöndum en á Íslandi. Samt eru þetta allt lönd sem nota evru sem sýnir að það er ekkert endilega samhengi milli gjaldmiðils og vaxta. Sú hugmynd evrusinna að með upptöku evru yrðu vextir sjálfkrafa lægri á Íslandi gengur ekki upp í raunveruleikanum, því þrátt fyrir það myndi Ísland ekki breytast sjálkrafa í lágavaxtaland eins og Þýskaland eða Holland. Ef við viljum betrumbæta efnahagskerfi Íslands verðum við alltaf fyrst að taka til heima hjá okkur en það er eitthvað sem er ekki hægt að panta á netinu og fá heimsent daginn eftir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2024 kl. 23:33

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þessi lokaorð þín við síðustu athugsemd Guðmundur er einmitt sem hagstjórn á Íslandi þarfnast mest þessa dagana. og í raun alla daga, vel orðað.

Rúnar Már Bragason, 30.6.2024 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband