Fyrsta lýsing á umhverfisáhrifum vindmylluorkuvers

Það var kominn tími til að eitthvað rataði í fjölmiðla um hver áhrif vindmyllur hafi á umhverfið. Lesturinn er ekki fagur og margt sem segir að betra sé heima setið. Rýnum nánar í textann:

1. Það er staðhæft að orkuverið skili 209 MW af rafmagni en ekkert nánar farið út hvort það sé stöðugt eða tilfallandi. Samanber að vatnveituorkuver skilar í fullri orku en minna þegar vatnsbúskapur gengur verr.

2. Sjónmengun er ekki talin vandamál en ætti ekki eitthvað sem skagar 200 metra upp í loft að sjást víða. Líklega mun þetta sjást úr Hrútafirði. Auk þess eiga að vera ljós ofan á hverri vindmyllu og 29 ljós sjást ansi víða í myrkri.

3. Á 47 hekturum á að leggja 16 km af vegum og strengi í jörðu. Sem þýðir að jarðvegurinn verður ekki nýttur í annað eftir að orkuverið er lagt niður. Segir meira segja í textanum að ljóst er að jarðvegur utan virkjuninnar muni einnig bera þess bætur vegna raforkustrengja. Flæði vatns gæti breyst á svæði virkjuninnar. Talað er um að færa þyrfti búsvæði álfta án þess að tekið sé fram hver á að borga það.

4. Telja þeir að fuglar muni ekki lenda í spöðum og tala um 0,39 áflug sem segir leikmanni nákvæmlega ekki neitt.

5. Hljóðmengun á ekki að vera vandamál nema fyrir Sólheima sem leggja til jörðina. Furðuleg staðhæfing þar sem hljóð getur barist langar vegalengdir, sér í lagi þegar engar fyrirstöður eru vegna fjalla.

6. Ekki orð um hvort hægt sé að endurheimta jörðina eftir notkun vindorkugarðsins eða hver eigi að borga niðurrif. Þar sem þetta er í einkaeigu hver á þá að borga uppsetningu raflína inn á kerfi landsins.

Mér finnst þetta ekki fögur lesning og alveg ótrúlegt að umhverfissinnar skuli láta svona óskapnað sér í léttu rúmi liggja. Staðfesting á eyðileggingu lands er ótrúlega mikil og miklu meiri heldur en af vatnsaflsvirkjun.

Er ekki kominn tími til að vakna!


mbl.is Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Förum yfir þetta:

*1. Það er staðhæft að orkuverið skili 209 MW af rafmagni en ekkert nánar farið út hvort það sé stöðugt eða tilfallandi. 

Ef vindur er stöðugur... sem hann er ekki.

Svo þetta skilar alls ekkert 209 MW nema öðru hvoru.  Þetta vita allir fyrirfram.

*3. Á 47 hekturum á að leggja 16 km af vegum og strengi í jörðu. Sem þýðir að jarðvegurinn verður ekki nýttur í annað eftir að orkuverið er lagt niður. Segir meira segja í textanum að ljóst er að jarðvegur utan virkjuninnar muni einnig bera þess bætur vegna raforkustrengja. Flæði vatns gæti breyst á svæði virkjuninnar. Talað er um að færa þyrfti búsvæði álfta án þess að tekið sé fram hver á að borga það.

Álftirnar held ég geti séð um sig sjálfar.  Nema þær sem lenda í spöðunum.

Sé ekki hvað menn eru að nöldra vegna vatnsafls virkjana, ef mönnum ykir þetta ásættanlegt.

*4. Telja þeir að fuglar muni ekki lenda í spöðum og tala um 0,39 áflug sem segir leikmanni nákvæmlega ekki neitt.

Ja, þeir tala um 0,39 áflug, sem er ekki 0 áflug, sem segir okkur að ansi margir fuglar lendi í spöðunum.

Ég þekki uppstoppara.  Hann fær senda hami frá gaur sem gerir sér ferð að svona vindorkuveri á hverjum degi í leit að sjaldgæfum fuglum sem hann getur löglega selt uppstoppurum.

Tegundum í útrýmingarhættu osfrv.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.7.2024 kl. 20:16

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Reynsla Svía er ekki björguleg. 

Öll vindorkufyrirtækin í Svíþjóð eru rekin með gífurlegu tapi og stefna hraðbyri í gjaldþrot. Það stefnir í það sama víða annarsstaðar.   Vindorkuvirkjanir geta fráleitt hvorki keppt við vatns- né jarðvarmavirkjanir.

Daníel Sigurðsson, 4.7.2024 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband