Hafa rafbílar tæknilega yfirburði yfir eldsneytisbíl

Rakst á skoðunargrein á visi.is þar sem Sigurður Ingi Friðleifsson staðhæfir um tæknilega yfirburði rafbíla. Taka verður fram að hann er starfsmaður orkustofnunar sem án efa litar skoðanir hans. Ég er ekki sammála honum og finnst hann fara frekar grunnt í sínar rökfærslur sem oft eru réttlæting. Skoðum þetta út frá hans hlið.

1. Orkunýting

Hann vill meina að það sé betri orkunýting við notkun rafbíls á þann hátt að hann þurfi minni orku til að fara sömu vegalengd, þurfi þriðjung eða fjórðung minni orku (hvort er það?). Nefnir einnig að rafbílar noti frumorku og nefnir kjarorku. Einnig fer hann ekkert út í framleiðslu á rafhlöðum þe. hvernig þær eru unnar með mengun jarðvegs eða framleiddar með eldsneyti. Orkunýting á keyrðan kílómeter getur verið betri en rafmagnið þarf að vera til staðar til að hlaða bílinn hvort sem bílinn er hlaðinn þar eða annarsstaðar, það er orkusóun á framleiddu rafmagni þegar það er ekki notað. Þeirri orkusóun hefur engin vilja svara. Hann endar þennan lið á orðum globalisata: "Þetta þýðir að þjóðir heims hafa jafnari möguleika í framtíðinni á að knýja eigin samgöngur í stað einokunarstöðu örfárra olíuframleiðsluríkja í dag." Sem sagt við eigum sjálf að geta framleitt rafhlöðurnar?

Vandséð að orkunýting sé í raun nokkuð betri þegar allt er talið til.

2. Minna viðhald

Jú vélarlega er minna viðhald en ef rafhlaðan skemmist þá er ansi dýrt að gera við, ólíkt eldsneytisbíl sem skiptir um hlut. Hann fer ekkert út í viðhald dekkja en þar sem rafbíll er þyngri þá slítur hann líka dekkjum hraðar, og einnig götum.

3. Hröðun

Til hvers þurufm við meiri hröðun þegar óttaslegnir sveitastjórnafulltrúar hugsa ekki um annað en að minnka hraða á götunum. Hvað með öryggi þeirra sem eru ekki að keyra?

4. Mengun

Er að fjalla um mengun vegna útblásturs en lætur mengun af dekkjum og sliti gatna alveg vera. Vill meina að útblástur sé svo hættulegur en er það raunin í dag með nýja bíla. Veit ekki betur en sett hafa verið allskonar sýjur og fleira sem draga úr mengun útblástur.

5. Kolefnislaus akstur

Eitthvað sem skiptir engu máli (enda bullvísindi) en þarna skautar hann enn framhjá framleiðslu og hvernig orkan verður til í löndum. Vill meina að sólar- og vindorka séu lausar við kolefnisspor sem er langt frá sannleikanum.

6. Minni hávaði

Það heyrist minna í rafbíl en alveg jafn mikið í dekkjunum. Frekar einföld rök enda nýrri bílar frekar hljóðlátari en áður.

7. Innanrýmishitun

Hvernig það minnkar orkunotkun að þurfa skafa bílinn á veturnar eru frekar lítilvæg rök. Leiðindaverk en það tekur rafmagn frá rafbílnum að gera þetta og í nýrri bílum er flestar rúður rafhitaðar svo þetta fer flótt innan frá með lítilli eldsneytisnotkun ef gert er ráð fyrir að skafað sé að utan. Rýmra um farþega - hvað kemur það orkunotkun við?

8. Heimahleðsla

Hvað kemur það orkunýtingu við. Hann er að lýsa þarna þægindum sem eiga sér stað heima og við vinnu en ekki á langferðum. Fyrir utan það að flestir fylla bíla sína 1x - 2x í mánuði og það er verla svo langar ferðir til þess. Smá óþægindi skaða engan.

9. Orkugeymsla

Hann vill meina að rafbílar geti verið orkugeymsla t.d. í óveðrum. Hvað ef orkuskorturinn er til lengri tíma t.d. viku. Nægir sú orka frá rafbílum sem geymsla? Ekki einu sinni vísindaskáldsögur láta sér detta svona þvæla í hug.

10. Sjálfkeyrandi bílar

Enn fastur í vísindaskáldskap en þegar þær eru skoðaðar þá sést að sjálfkeyrandi fer bara beint frá A-B enda ekki enn fundin leið fyrir óreglulega hluti sem eiga sér stað (ef það finnst nokkurn tímann).

Í lokin tekur hann svo saman að rafbílar séu að aukast og þeir séu framtíðin.

Hann sleppir alveg að taka saman framleiðslu rafhlaðna til að keyra bílana enda verið reiknað út að við eigum ekki nóg hráefni í heiminum til að skipta algerlega yfir í rafbíla. Rafbílar geta verið valkostur í borgum en út fyrir það er erfitt að sjá rökin fyrir almennri notkun t.d. upp á háldendi Íslands. Viðkvæm náttúra má ekki við meiri þyngd bíla. Við núverandi framleiðslu rafbíla þá eru þeir þyngri og slíta götum hraðar. Þarf þá ekki að fá malbik sem þarf olíu?

Nei rafbílar eru ekki framtíðin og bæta ekki orkunotkun heimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

1. Orkunýting

Á meðan við fáum ekki að virkja þá er orkunýting mikilvæg, og þar sem útséð er fyrir að orkan verði öll framleidd með olíu verður nýtnin fyrirsjáanlega minni, vegna viðnáms í dreifikerfum og allskonar öðru tapi á leiðinni.

2. Minna viðhald

Hefði skift máli fyrir 40 árum, en er ekki það mikið vandamál núna.  Rafbílar kæmu eyndar best út í Vestmannaeyjum, sökum styttri vegalengda, sem er það sem fer verst með mótorana.  Allt annað - hjöruliðir ofl, slitna alveg eins.

3. Hröðun

*Til hvers þurufm við meiri hröðun þegar óttaslegnir sveitastjórnafulltrúar hugsa ekki um annað en að minnka hraða á götunum. 

Hafa ber í huga að fólk virðist hrætt við ryksugur... fólk er mjög hrætt.  Það ætti að halda sig innan dyra.

4. Mengun

Það gleymist að á endanum þarf að losna við rafgeymana... þeir eru það sem kallað er hættulegur eiturefnaúrgangur, eða "toxic waste"
Minnir mig á það þegar einhverjir spaugarar reiknuðu út að það væri praktískara að kaupa og keyra út Hummer en bara að framleiða Toyotu Prius.

Þeir útreikningar ættu að vera til einhversstaðar.

5. Kolefnislaus akstur

Dísel rafstöðvarnar eru enn hérna.  Þeir vilja víst ekki virkja...

6. Minni hávaði

Skiftir litlu.

7. Innanrýmishitun

Á veturnar kemst rafbíll áberandi styttra.   ICE bíll kemst alltaf ámóta langt.  (Átti einu sinni Lincoln Town Car, sá komst lengra ef hitinn fór undir rostmark.  Af einhverjum orsökum.)

*Rýmra um farþega

Man ekki til þess í nokkrum rafbíl sem ég hef prófað.

8. Heimahleðsla

Mjög sniðugt fyrir fólk sem fer eingöngu mjög stuttar vegalengdir.  Og þá sem eiga Teslu - þær komast áberandi lengst af öllum rafbílum.  Er reyndar alveg nauðsynlegt fyrir rafbíla, ekki nein önnur ökutæki.

9. Orkugeymsla

Minnir að í Kalíorníu þá tappi rafkerfið af bílnum ef hann er látinn standa.  Annars... hver þarf þetta?

10. Sjálfkeyrandi bílar

Hvers vegna fólk pantar ekki bara leigubíl ef það nennir ekki að keyra er mér hulin ráðgáta.  Væri sennilega ódýrara fyrir flesta.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.7.2024 kl. 21:44

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Góður Ásgrímur.

Það versta er þetta er ríkisstarfsmaður sem notar réttlætingu sem rök. Þetta endar bara á einn veg....

Rúnar Már Bragason, 13.7.2024 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband