Frábær árangur hjá Fiskikónginum

Það er sannarlega hægt að gleðjast með fiskikónginum fyrir þennan árangur. Þekki manninn ekki neitt og aldrei verslað við hann. Elska það samt að hann þorir að segja starfsfólki að nenni það ekki að vinna vertu þá annarsstaðar. Verkalýðsforustan má taka það til sín að þeir ýta of mikið undir veikindadaga sem eiga engan rétt á sér. Heiðarlegir eigendur mega vel segja sína skoðun.

Veit það er margt slúður til um þennan mann en það skiptir mig engu. Hann hefur svo sannarlega unnið fyrir þessu hagnaði og buið til flott fyrirtæki.

Það væri óskandi að væru til fleiri svona eigendur fyrirtækja sem með duganði vinna að flottum fyrirtækjum sem skila góðum hagnaði. Fólk heldur að fiskfyrirtæki skili svo miklu en það breytir engu um að þetta er heljarinnar vinna.

Að lokum segi ég að það er ekki í minni leið að versla við hann en get vel samgleðst honum.


mbl.is Fiskikóngurinn skilar 110 milljóna hagnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband