18.7.2024 | 10:56
Ráðherraskipaðir sjálfgefnir sérfræðingar án útboðs
Einn sjálfskipaður sérfræðingur fékk 17 miljónir í aukastarfi að vinna skýrslu um stöðu drengja í námi (sjá hér). Á fréttinni má samt einnig skilja hneykslan að það hafi verið karlmaður, sem er allt annað mál.
Hins vegar er athyglisvert að hægt er að skipa svona sérfræðinga af ráðherrum til að gera skýrslur eða sitja í nefndum en þá þarf ekkert útboð. Vegakerfið blæðir all hressilega en þar er ekkert hægt að hreyfa sig nema sé haldið útboð. Hvers vegna eru ekki haldin útboð þegar þessir sérfræðingar eru ráðnir? Þó ekki nema til aðhalds því þekkt er að séu til nefndir sem fari langt yfir sinn skipunartíma (Flugvallanefndin sem dæmi).
Hér er ansi stór brotalöm (spillingafnykur eins og margir nefna það) á ferðinni. Ráðuneyti eyða eins og enginn sé morgundagurinn, án útboðs og án takmarkana, fólk sem á að skila einhverju. Í þessu dæmi var skýrslan kynnt með pompi og prakt án þess að almenningur hefði möguleika á að segja skoðun sína.
Ég er alveg viss um að fullt að fólki hefði getað gert þessa skýrslu fyrir minni pening og á skemmri tíma en auðvitað þurfa ráðherrar að sjá um sína.
Hér er gott dæmi um hvar ríkið getur sparað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.