19.7.2024 | 22:05
Ásökuð um heiðarlegan rasisma af meintum heiðarlegum fasista
Ég get ekki sagt beinum orðum að Bragi Páll sé fasisti en hins vegar ef skoðuð eru gömul ummæli hans af Rúv þá vildi hann banna stjórnmálaflokk og fannst það voða sniðugt. Það er einmitt háttur fasista svo ég get alveg sagt að hann sé meintur heiðarlegur fasisti, ekki satt?
Hvers vegna að kenna manneskju við rasisma sem vill breyta úthlutun hjá sér er stórfurðulegt. Enn furðulegra er að einhver fjölmiðill skuli birta svona vitleysu. Eina sem konan segir er að það hafa skapast vandræði við úthlutun og þeim finnist betra að breyta kerfinu. Að það skuli vera kennt við rasisma er bara hreinlega sagt fávitaháttur.
Bragi Páll líkar greinilega vel við vinskapinn af fólki sem deilir með honum að banna hitt og þetta. Fá allt upp í hendurnar án þess að leggja neitt á móti. Já líkur sækir líkan heim.
Er kannski möguleiki á að ræða þessi mál án þess að vera með upphrópanir?
Athugasemdir
Snilldarfærsla og svo sönn.
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.7.2024 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.