Fjárlög skili hagnaði lækkar verðbólgu

Verðbólgan lækkar ekkert nema að gerð séu fjárlög sem skila hagnaði. Núverandi fjármálaráðherra er ekki vís til þess enda verulega duglegur að skrifa upp á allskonar plögg um að eyða nógu miklu.

Þessi endalausi fjáraustur ríkisins og ríkisstjórna evrópu (kaupum mest af vörum þaðan) viðheldur verðbólgu og vaxtastigið hjálpar ekki neitt. Lítur út fyrir að vaxtastigið haldi frekar uppi verðbólgu heldur en hitt.

Hvar þessi spenna er sem hagfræðingar tala um er ekkert sem hinn almenni launamaður finnur eða sér. Eina sem launamaðurinn finnur er að það er verið að þurrausa sjóði hans sem sést vel á færri farþegum í flugi, minna kaypt af vörum o.s.frv.

Réttara er að öll einkenni samdráttar eru hafin en allir hagvísar mæla það ekki endilega strax. Þess vegna virkar illa þetta samband vaxtastigs og verðbólgu. Ekki bætir úr skák hér á landi verðtryggðu lánin enda löngum verið sýnt fram á að mælingar ná þessu seinna út af verðbættum lánum. Hef svo sem engar tölur en sögulega séð þá virðist þetta samband vaxtastigs og verðbólgu alltaf vera vel eftir á í mælingum.

Um að gera að halda uppi vaxtastiginu og þurrausa sjóði almennings. Skoðið bara olíuverð - það hefur lækkað en olíuverð á Íslandi hreyfist ekki. Getur verið að hátt vaxtastig hafi þar einhver áhrif?


mbl.is Verðbólga eykst umfram spár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mestu leiti tek ég algjörlega undir skrif þín nema ég vil ganga lengra en þegar betur er að gáð erum við alveg sammála.  Það gengur ekki til lengdar að skila NEIKVÆÐRI NIÐURSTÖÐU FJÁRLAGA RÍKISINS ÁR EFTIR ÁR.  VERÐBÓLGAN SKAPAST SVO TIL EINGÖNGU AF ÞVÍ AÐ OPINBER ÚTGJÖLD ERU OF MIKIL.  Það verður að draga úr ÚTGJÖLDUM HINS OPINBERA og það er EKKI EINGÖNGU gert með niðurskurði heldur einnig með BETRI RÁÐSTÖFUN ÞESS FJÁRMAGNS, SEM ER TIL STAÐAR.  Ég er alveg viss um það að þetta VAXTAOKUR er farið að "NÆRA" VERÐBÓLGUNA......

Jóhann Elíasson, 24.7.2024 kl. 14:59

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er gert viljandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.7.2024 kl. 18:09

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

 Því miður höfum við ekki fjármálaráðherra sem kemur með neitt að viti.

Rúnar Már Bragason, 24.7.2024 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband