Draumsýn ESB sinna um vaxtastig og styrki

Hin sífellda mantra ESB sinna um að vaxtastig muni lækka við það að vera í ESB virðist engan endi taka. Þrátt fyrir að sífellt sé þeim svarað af raunsæi um að vaxtastig í ESB er ekki meitlað í stein og er mismunandi milli landa.

Nýjasta mantran er styrktarkerfið. Tveir miklir ESB sinnar vildu meina að Ísland hefði getað notað styrktarkeri ESB varðandi hamfarir í Grindavík. Einhverra hluta vegna fylgdi ekki af hverju ESB væri ekki alltaf að gefa styrki þegar hamfarir eiga sér stað heldur láta löndin um þetta sjálf. Það nýjasta sem ég hef heyrt er að við værum með betra gatnakerfi ef við værum í ESB því við gætum sótt um styrk þangað. Ekki fylgdi sögunni að venjulega er styrktarkerfi hugsað tímabundið eða einstaka atburður en ekki til framtíðar.

Það vill nefnilega svo til að innganga í ESB er ekki bara viðskiptasamband og það er ekki tímabundið. Hugsunin með innlimun er að langtímasamband þar sem miðlægt er unnið út frá stærsta hagkerfinu. Í raunveruleikanum þýðir það að blóðmjólka útjaðrana í miðlægu kerfi. Eitthvað sem olli hruni Sovétríkjanna var einmitt þessi vandi og ESB stefnir hraðbyrði á að endurtaka þann leik.

Að halda því fram að við högnumst á að ganga í ESB er draumsýn sem stenst ekki raunveruleikann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband