30.7.2024 | 12:15
Mega ríkisstarfsmenn ekki segja sannleikann?
Þetta svar ríkissaksóknara er nú frekar þunnt og segir frekar að ríkisstarfsmenn eigi að þegja og láta allt yfir sig ganga. Hver getur síðan veitt ríkissaksóknara áminningu um að vernda ekki betur starfsmenn sína?
Auðvitað er svona málatilbúningur út í hött og ekkert sem bannar Helga að tjá sig svona. Hann einungis vitnar í staðreyndir og kemur þeim til skila. Ætlast Sigríður til að svona staðreyndir komi einungis í fréttatilkynningum sem hún sleppir auðvitað að senda út.
Nú er orðið ljóst að hér er ekki verið að hugsa um hag Íslendinga né starfsmanna á vegum þjóðarinnar.
Þeim beri að hlýða kalli þagnarinnar og múlbindingu vanhæfninnar.
Segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Rúnar,
Nú er það svo að réttarfar byggist og verður alltaf að byggjast á hlutleysi. Öðruvísi er það bara þykjustunni. Það eru gerðar aðrar kröfur til þeirra, sem vinna fyrir dómskerfi í siðmenntuðum löndum, til að þar sitji ekki einstaklingar, sem geta ekki verið hlutlausir. Þessi skortur á hlutleysi getur orðið til þess að niðurstöður í málum eru ógiltar vegna vanhæfni viðkomandi, hvort sem þeir eru lögmenn eða dómarar. Þar með eru viðkomandi einstaklingar óhæfir til að gegna störfum sínum fyrir dómsstólum.
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 30.7.2024 kl. 13:40
Eftir að dómur er fallinn þá hefur maðurinn fullan rétt á að tjá sig enda sagði hann ekkert nema það sem hægt er að rekja staðreyndir til. Ef vilt tala um vanhæfni þá skaltu huga að ríkissaksóknara (Sigríði) en rannsókn var látin falla frá vegna þótti ekki nóg til að sanna sekt en samt lætur hún málið fyrir dómsstóla þar sem hún var gerð afturreka.
Ríkisstarfsmenn mega tjá sig almennt enda vísar vara ríkissaksóknari ekki í einstök mál. Þótt starfsmaður hafi skoðun þá segir það ekkert um störf hans.
Rúnar Már Bragason, 30.7.2024 kl. 14:24
Ég veit ekkki hvaða rugl er í fólki núna.
Ríkissaksóknari fer yfir valdsvið sitt til að reyn að þagga niðri í kollega sínum, eins og fullt af einhverjum froðufellandi aktívistum, í því skyni að því er virðist að fá hingað fleiri nauðgara.
Hvað er að fólki?
Ásgrímur Hartmannsson, 30.7.2024 kl. 20:27
Má nú leiða líkum að
líti alla seka
Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2024 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.