Að berjast við niðrandi fátækt í boði stjórnvalda

Óeirðirnar á Manchestersvæðinu eru mikið tengdar fréttum um innflytjendur enda virðast margir mótmæla því. Mér verður samt hugsað til mótmæla sem áttu sér stað í Los Angeles 1992. Þær byrjuðu með dauða manns af völdum lögreglu og í kjölfarið fylgdu óeirðir í marga daga.

Þessar óeirðir byrja einmitt með morðum á saklausum börnum þar sem fylgt er eftir með óánægju með innflytjendur.

Það sem þessi mótmæli eiga sameiginlegt er að mikil fátækt er á svæðinu og ákveðinn hópur finnst hann illa leikinn af stjórnvöldum. Fólk sem lifir við sult og sára neyð án þess að fá almennilega aðstoð. Síðan er hægt að taka inn fólk í landið, borga húsnæði og mat og jafnvel vasapening. Þetta fólk, sem kallað er hælisleitendur, hefur það á vissan hátt betra en íbúar landsins vegna þess að það fær meiri aðstoð.

Óánægjan snýst einmitt um af hverju fær þetta fólk svona mikla aðstoð en við látin út undan með litla og lélega aðstoð, jafnvel þrátt fyrir að vera í vinnu og borga skatta sem hælisleitendur gera ekki.

Það er ekki hægt að réttlæta ofbeldi en af hverju vilja fjölmiðlar ekki fjalla um þennan vinkil á málinu. Er það vegna þess að það sýnir alþjóðahyggjan fer illa með fólk? Er það vegna þess að stjórnvöld mega ekki líta illa út?

Hver svo sem ástæðan er þá hefur lítið skánað í Los Aangeles, eiginlega versnað til muna, og fólk flýr svæðið ef það getur. Það sama mun gerast á Englandi ef ekki verður tekið á þessu vandamáli.

Vandamálinu að sinna fólkinu sem borgar skattana en finnst því afskipt vegna lélegra aðstoðar við sín mál.

Alþjðoðahyggja mun aldrei sinna slíku.


mbl.is 378 óeirðarseggir handteknir í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband