21.8.2024 | 16:41
Fjáraustur fáránleikans með borgarlínu
Nú þegar borgarlínuverkefnið hefur ekki klárað einn hluta né komið neinu afgerandi af stað í þessu verkefni þá hefur verkifnið samt tvöfaldast í áætlunum. Hvernig er hægt að réttlæta svona vitleysu? Ekki með brosi á við lítið borð heldur með því að framkvæma eitthvað að viti.
Almenningssamgöngur á höfuðborgasvæðinu batna nákvæmlega ekkert við borgarlínu. Enn verður sömu vandræði að komast úr úthverfum og gáfnaljósin brosandi vita ekkert hvernig á að leysa það mál.
Bent hefur verið á þá lausn að nota forgangskerfi sem myndi spara örugglega helming af þessari upphæð. Nei það má ekki ræða því hugmyndin kom ekki frá brosandi gáfnaljósum. Önnur leið sem myndi styrkja kerfið er að búa til hringkerfi og nota hraðbrautirnar tvær í vestri og eystri hluta til að mynda hringinn. Gæti síðan farið upp Breiðholtsbraut til að ná stærra svæði. Allt annað yrðu úthverfi, þe. fólk tæki annan vagn, sem kemur fólki nærri heimilum þess. Þannig gæti svokölluð borgarlína virkað en nei gáfnaljósin brosandi sjá ekki lengra en myndavélin.
Til að bæta enn betur úr skömminni þá á auðvitað að láta ríkið greiða megnið af kostnaðinum og þá fær 1/3 landsmanna að borga fyrir eitthvað sem það notar líklega aldrei, og gáfnaljósin brosandi gleðjast enn meir. Þvílík sóun á skattféi er erfitt að finna.
Umferðagjöld lögð á eftir fimm ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Litla sæta Borgarlínan er orðin að stærðar Afturgöngusáttmála sem bara vex og vex einsog púkinn á fjósbitanum
Það eina sem er trúðverðugt er að kostnaðurinn verði MINNST 300 miljarðar í fyrsta áfanga
Grímur Kjartansson, 21.8.2024 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.