Borgarlínubruðl ruglið

Auðvitað er það með ólíkindum að fresta eigi enn lengur mikilvægum mislægum gatnamótum og að kalla þetta plagg eitthvað viturlegt er algert rangnefni.

Allt ruglið í kringum borgarlínu (strætó á sterum) er sett þarna inn án þess að gera neitt til að laga strætókerfið.

Þegar skoðuð eru lönd eins í evrópu þá er algengt að fólk eigi bíl, sér í lagi í úthverfum. Það notar kannski almenningssamgöngur daglega en vill eiga bílinn. Þar eru líka hraðleiðir sem koma þér nærri áfangastað.

Slíkt á ekkert við um borgarlínu því hún er ekkert að fara þangað sem fólk kemur frá og stefnir að fara. Einfaldlega vegna þess að kerfið sem er notað er svo lélegt að það er ómögulegt fyrir fólk að fara á milli hverfa. Eina hraðleiðin er í 101 Reykjavík eins og allir séu að sækja þangað. Borgarlína heldur áfram því bulli.

Útlendingar sjá þetta öðruvísi:

1. Af hverju eru svona stórir vagnar að fara alla daginn þar sem fáir notendur eru?

2. Hvers vegna tekur svona langan tíma að fara á milli hverfa (annað en 101)?

3. Hvers vegna fara hraðleiðir svona langar leiðir?

4. Hvers vegna er ekki hringkerfi á höfuðborgasvæðinu?

Með því að blanda betur saman hraðleiðum og auka minni vagna við úthverfi væri hægt að gera betra kerfi.

Þessi sáttmáli tekur engan veginn á þeirri lausn heldur vill bruðla peningum í það að allir vilji fara í 101 Reykjavík.

Eigum við ekki að gera kröfu um að nota peningana betur og á skynsamari hátt?


mbl.is Einari heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband