Fórnarkostnaður við að búa í úthverfi

Það fór voða mikið fyrir brjóstið á visi.is og Erlendi sem titlaður er reiknifræðingur að FÍB skyldi voga sér að halda fram að einkabílinn flytji fleiri en 50 manna strætó sem fer á 10 mínútna fresti. FÍB skaut sig aðeins í fótinn með röngum útreikningum en í grunninn var samt ekki farið með rangt mál.

Viðbrögðin eru full mikil við frekar saklausri færslu og algerlega staðhæft að borgarlína sé svarið. Erlendur segist búa í Kópavogi og í úthverfi sem líklegast verður að teljast til Vatnsendahverfisins. Smárinn í Kópavogi er jú miðja höfuðborgasvæðisins svo að varla telst það úthverfi.

Hins vegar telja borgarlínu sérfræðingar að miðja höfuðborgasvæðisins liggi í 101 nærri höfn Reykjavíkur. Það er í lagi að mótmæla útreikningum en það þarf líka að geta komið með sannfærandi rökstuðning sem var alls ekki gert í þessu tilviki. Einungis staðhæft að borgarlína sé lausnin.

Því miður er þetta alltof algengt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Það á að kaffæra umræðuna með því að slá all verulega út þann sem leyfði sér að segja eitthvað, eins og í þessu tilviki að strætólausnin þurfi betri yfirvegun.

Röngusnúningurinn um borgarlínu og það sé í lagi að eyða 150 miljörðum í þessa vitleysu þarf bara allsherjar endurskoðun því hún mun ekki leysa neinn vanda. Aðal grunn vandamálið er ekki leyst - hvert er fólk að fara?

Að halda því fram að allir séu að fara í 101 Reykjavík er svo mikið bull. Lítið bara á hversu mikil umferðin er þar á kvöldin. Er hún eitthvað meiri en mætti telja til við Smárann?

Svo að lokum fyrir Erlend, ef hann býr í hvörfunum upp á Vatnsenda, þá mun borgarlína ekki leysa neitt fyrir þá íbúa.

 

E.S. við gætum líka rætt um valkostinn við að eiga bíl og nota almenningssamgöngur. Margir gera þetta í útlöndum en þar miða líka almenningssamgöngur við að koma þér í vinnu eða skóla, og á milli ólíkra hverfa en ekki bara í eitt hverfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband