6.9.2024 | 10:51
Huglægt mat, skoðun eða lævís áróður
Meginstraumsfjölmiðlar í dag eru löngu hættir að geta sagt fréttir á hlutlægan hátt. Með tilkomu fjölmiðla á internetinu þá hafa mörkin orðið mun óljósari. Til eru einstaka miðlar sem reyna að fylgja hlutlægri stefnu en þeir eru fáir.
Íslenskir fjölmiðlar eru engin undantekning og lævís áróðurinn spillist út á hverjum degi frá öllum fjölmiðlum í mismiklum mæli. Visir.is hefur ágerst í áróðri á þessu ári og sjá má t.d. þessa frétt sem dæmi um slíkt. Þar er fenginn stjórnmálafræðingur til að fjalla um stefnu hóps og tengdur við forsetaefni án sjáanlegrar tengingar. Þetta er auðvitað áróður enda notar hún orðin:
Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur
Þá spyr maður sig afhverju þarf íslensk kona að hafa áhyggjur af einhverju sem gerist í Bandaríkjunum. Það er ekki eins og stefnan sé tekin upp hér á sama hátt. Þótt konan sé á móti ákveðnu forsetaefni þá breytir það litlu fyrir Íslendinga, þótt margir haldi öðru fram.
Svona virkar nefnilega áróðurinn því við eigum að halda ákveðinni stefnu þrátt fyrir að forseti í öðru landi ráði ekki beint um stefnu hérlendis.
Annað gott dæmi um áróður eru vindmylluorkuverin. Kalla þetta lund og halda fram að sé góð leið til að afla orku. Ekkert fjallað um vankantana s.s. eyðileggingu lands eða að viðskiptamódel sem er með stuttan líftíma. Hvað þá að fjalla um mengun af þessu. Það er amast yfir bakslagi og frestun (sem ég vona að sé að eilífu).
Var nýverið í Hollandi þar sem vindmyllur eru úti um allar trissur. Flestar inni í landi eru litlar og standa yfirleitt fáar saman á landi. Þær sjást samt vel úr fjarlægð. Hins vegar hafa þeir einnig gert vindmylluorkuver við ströndina sem blasir við í lendingu á flugvellinum. Síðustu 3 ár sem ég hef flogið þangað þá er einn klasinn algerlega óvirkur í hvert sinn og maður spyr sig hvers vegna var það sett upp ef það er ekki notað?
Í síðustu ferð þá fór ég á ströndina í Den Hag sem er margra kílómetra löng strönd. Mikið notuð og fjölmenni á sólardögum. Þar fyrir utan blasir við í fjarlægð einn vindorkuver klasinn. Myndi frekar vilja sjá sjóndeildarhringinn en spaða snúast í fjarlægð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.