Hafa norðmenn samþykkt bókun 35 við EES samninginn?

Nú fer utanríkisráðherra aftur fram  með bókun 35 að það sé svo nauðsynlegt að ná henni í gegn. Björn Bjarnason er helsti styrktaraðili hennar í ritheiminum og vill meina að þetta snúist um rétt Íslendinga í Evrópu varðandi samninginn. Með 3. gr í samningnum er ekki nógu afgerandi sett fram hvaða reglur gilda og því hafi íslenskir dómstólar sett íslensk lög framar þegar upp hafa komið vafaatriðið.

Fann grein á netinu síðan 2022 þar sem sami málatilbúningi er haldið uppi og segja má að Björn Bjarnason sé að nota þá grein sem leiðarljós. Þar er líka verið að amast yfir að Íslendingar samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust allt sem kemur frá ESB varðandi EES samninginn. Ein rökin varðandi sama rétt er að Spánverji eigi að njóta sama rétta og Hollendingur stofni hann fyrirtæki í Hollandi. Bæði löndin eru í ESB svo að þessi rök eru ansi þunn hvað varðar EES samninginn.

Ekki er ég lagalærður en sé samt ekki enn hvers vegna þurfum bókun 35 nema vegna þess að eftirlitsstofnun skammaði þjóðina fyrir að setja sín lög framar.

Að lokum er ósvöruðu spurningunni: Hafa norðmenn samþykkt bókun 35 við EES samninginn?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er líka ósvöruð spurning: Vilt þú að EES samningnum sé fylgt eða ekki? Það er miklum vandkvæðum bundið að gera slíka samninga og ákveða svo að ætla ekki að fylgja þeim. Stundum getur þú kannski réttlætt það fyrir sjálfum þér en stundum ekki.

Ég get haft samúð með því að vilja ekki virða gerðan samning af málefnalegum ástæðum. En þá myndi ég líka vilja vita hvaða ástæður það eru. Eru það í raun málefnalegar ástæður eða bara geðþótti þinn á hverjum tímapuntki sem mótar afstöðuna?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2024 kl. 01:52

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Blekkingaleikur íslenskra ráðamanna á sér sífellt stað síðan þessi samningur var samþykktur. Erfiðum hlutum er ýtt til hliðar og vonast að það þurfi ekki að takast á við þá. Vissulega eru þeir mest að blekkja sjálfa sig.

Það er alveg ljóst að þessi bókun getur mögulega stangast á við stjórnarskrána. Ef sú staða kemur upp hvað er þá til ráða?

Besta staðan er að endursemja um þetta og hafa þetta á hreinu en ekki þröngva svona vitleysu í gegn.

Rúnar Már Bragason, 14.9.2024 kl. 11:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bókunin sem slík hefur ekkert lagagildi á Íslandi og er því útilokað að hún geti stangast á við stjórnarskránna. Það sem þú ert væntanlega að vísa til er frumvarpið þar sem er lagt til að í íslensk lög nr. 2/1993 verði sett forgangsregla sambærileg þeirri sem bókunin kveður á um og felur í sér að íslensk lög sem byggjast á EES reglum skuli ganga framar öðrum ósamrýmanlegum íslenskum lögum ef þau rekast á.

Ég á afar erfitt með að sjá að íslensk lög sem kveða á um forgang tiltekinna íslenskra laga framar öðrum íslenskum lögum geti stangast á við stjórnarskránna. Slíkar reglur hafa verið víða í séríslenskri löggjöf sem er alls ótengd EES og og á sér mun lengri sögu en EES samningurinn, en aldrei hafa neinar slíkar reglur verið taldar stangast á við stjórnarskrá.

Alþingi fer með löggjafarvald á Íslandi og hefur sem slíkt fullt vald til þess að ákveða hvaða íslensku lög gildi og hver þeirra gangi framar öðrum íslenskum lögum. Það er ekki andstætt stjórnarskránni heldur leiðir beinlínis af 2. grein hennar.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2024 kl. 16:34

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ef þetta fær lagagildi þá ertu að framselja valdið frá Íslandi (mögulega), það stangast á við stjórnarskrá. Hefur ekkert að gera með íslensk lög sem sett eru framar öðrum íslenskum lögum. Hnífurinn í kúnni stendur varðandi framsal valds og þú segir ekkert um það.

Það er mjög oft sem lög stangast á því miður enda kannski vonlaust að búa til lög sem ekki stangast á við önnur. Hins vegar geta lög ekki leyft sér að framselja vald ef það stangast á við stjórnarskrá og ef þessi bókun verður að lögum þá stangast þetta á við framsal valds. Það væri gaman af fá svar við því hvernig á að bregðast við ef þessi staða kemur upp. Lögin gera ekki ráð fyrir því.

Rúnar Már Bragason, 14.9.2024 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband