Er Björn Bjarnason að spreða út upplýsingaóreiðu?

Björn Bjarnason fer mikinn í dag og sakar Anton Svein um að bera út upplýsingaóreiðu en lendir sjálfur í eigin valli.

Björn vill meina að bókun 35 svokallaða hafi alltaf verið innleid en hæstiréttur túlkaði málið ö-ðruvísi. Þetta er ein allsherjar upplýsingaóreiða. Því að dómstólum er ætlað að skera út um mál og ef þeir segja að þetta sé ekki svona þá á það ekki við. Bókum 35 hefur því enga lagastoð hér á landi og því vill Þórdís endilega keyra málið í gegn.

Björn er þannig staðinn að upplýsingaóreiðu og hefur lítið til síns máls að ásaka aðra um slíkt. Enda talar Björn ekkert um hvort Norðmenn og Lictenstein þurfi að innleiða það sama hjá sér.

Upplýsingaóreiða felst líka í að útiloka önnur sjónarhorn, eins og Björn gerir, og úttala sem misskilning og flokkpólitískt í stað þess að upplýsa sitt sjónarhorn með því að markmiði að ólíka sjónarhornið eigi sér ekki málsbætur.

Ég lít svo á að Björn, sem þarna notar vinsæla vinstri taktík, ræðst frekar á manninn en að koma frá sér málinu á skýran hátt því málstaðurinn er svo lélegur.

Stsðreynd: Bókun 35 hefur ekkert lagagildi á Íslandi, annars væri ráðherrann ekki að leggja það fram sem lög. Að halda öðru fram er upplýsingaóreiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær grein Rúnar og enn betra fannst mér að lesa það að ég er ekki ein að hugsa þetta sem þú segir í þessu bloggi.Jón Baldvin Hannibalsson, segir að "bókun 35 hafi ekki verið til staðar í upphaflega samningnum og hafi verið sett inn af ESB eftir hans daga og vegna þess að þetta hafi aðeins verið sett inn af öðrum samningsaðilanum (ESB) en hinn hafi ekki samþykkt  sé þetta aðeins bókun þar til "báðir"samningsaðilar hafi samþykkt hana.  ALLT SEM BJÖRN BJARNASON SEGIR Í ÞESSARI GREIN SINNI ER TÓM ÞVÆLA OG RANGT, ÞAÐ SAMA MÁ SEGJA UM ÞESSA "SKÝRSLU" HANS, SEM HANN SKRIFAÐI UM KOSTI ÞESS AÐ VERA Í EES SAMSTARFINU EN EINHVERRA HLUTA VEGNA "GLEYMDI" HANN AÐ FJALLA UM GALLANA.  EKKI ER TRÚVERÐUGLEIKI BJÖRNS BJARNASONAR MIKILL ÞESSA DAGANA OG KANNSKI ER BARA AÐ KOMA Í LJÓS AÐ HANN HEFUR LEIKIÐ TVEIMUR SKJÖLDUM NOKKUÐ LENGI.....

Jóhann Elíasson, 13.10.2024 kl. 09:44

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Eins og þú segir Jóhann þá er pólitískri umræðu í dag snúið á hvolf og hugtök eins og upplýsingaóreiða óspart notað þótt það eigi ekki við. Málið með bókun 35 er að það þolir ekki nánari skoðun og hefur engan tilgang nema að draga Ísland í ESB að setja þessa bókun í lög.

Rúnar Már Bragason, 13.10.2024 kl. 14:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nái ríkisstjórnin að TROÐA þessu LANDRÁÐAFRUMVARPI í gegn, Kemur sko heldur betur til með að reyna á forsetann, með það hvort hún hafi bein í nefinu til að neita að skrifa undir og vísa þessu beinustu leið til þjóðarinnar.  Ég kem ekki til með að viðurkenna hana sem almennilegan forseta fyrr en hún hefur tekið á þessu máli og fleiri umdeild mál eiga eftir að koma upp eins og til dæmis Orkupakki 4......

Jóhann Elíasson, 13.10.2024 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband