17.10.2024 | 10:39
Vill einhver skattadrottninguna Kristrúnu?
Það er alveg með ólíkindum að lesa þetta að setja eigi auðlyndaskatt á orkumál, ferðamál og fiskeldi. Með öðrum orðum það á að drepa niður frumkvæðið í þessum málaflokkum.
Kristrún, framagosi, áttar sig ekki á því að það eru neytendur sem borga þennan skatt og engir aðrir. Heldur hún virkilega að þótt settur sé auðlyndagjald á orkumál að það fari ekki út í verðlag?
Framsaga hennar virðist engann veginn átta sig á því að þegar lagt er gjald á einum stað þá tekurðu frá öðrum. Aukinn skattur þýðir bara að fólkið í landinu hefur minna á milli handanna. Geggjuð framtíðsýn, ekki satt?
Fiskeldi í fjörðum hefur verið umdeilt og sagan frá Noregi er tvíbendin. Miðað við hversu auðvelt er að ná í sjó og nóg af landrými þá er frekar óskiljanlegt af hverju er ekki meira af landeldi. Dýrari fjárfesting en á sama tíma meira öryggi er varðar hvort fiskar sleppa úr kvíunum.
Í mínum huga er nóg komið af skattaæði stjórnmálamanna á Íslandi. Að setja það í búning auðlyndagjalds er lélegur feluleikur sem skilar sér illa til almennings.
Auðlindagjald á ferðaþjónustu, orkuvinnslu og eldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki ég. Einhvers staðar sá ég ritað, að hugsanlega muni Dagur B. fara í landsmálin. Ég segi nú bara: Guð forði þjóðinni frá því að þau sigri þessar kosningar. Dagur hefur nú þegar sett Reykjavík alvarlega á hausinn fjárhagslega séð. Hjálpi mér, ef hann færi í landsmálin og setti land og þjóð á hausinn líka. Eins og stendur, þá lítur út fyrir, að einhverjir græningjar ætli sér að koma þeim, eða a.m.k. Kristrúnu í ráðherrastólinn. Ég segi ennú aftur; Guð forði þjóðinni frá því að þetta fólk taki við stjórnartaumunum hérna. Við Reykvíkingar höfum nú fengið nóg af óstjórn Dags og kó og hallarekstrinum á borginni, svo að Einari Þorsteinssyni ofbýður að sögn, þó að slík óstjórn komi ekki yfir landið allt að kosningum loknum, og Ísland verði á sömu sveitinni og Reykjavík er í dag. Þetta fólk er algerlega glatað. Þá eru núverandi stjórnarflokkar þó skömminni skárri. Ég segi ekki meira.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2024 kl. 17:23
Hún fer bara eftir forskrift. Þetta er gamalt plan, framkvæmt allstaðar eins. Fyrst þvinga þeir fyrirtækin í þrot, og svo bjóða þeir þeim styrki. Þannig eignast ríkið fyrirtækin, án þess að beint leggja þau undir sig.
Friðsamari leiðin til þess að koma á fasisma.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.10.2024 kl. 19:34
Þetta endar bara með ósköpum eins og 2008 ef samfylkingin kemst að með Kristrúnu og Dag. Heyrði að fyrrverandi bankamálaráðherra, sem vissi ekki um hrun bankanna, óski eftir sæti á lista fyrir samfylkinguna. Lengi getur vont versnað.
Rúnar Már Bragason, 17.10.2024 kl. 23:16
Og einhverra hluta vegna hefur það aldrei komist inn í umræðuna að Norðmenn fjárfestu alveg gífurlega í laxeldi í Chile. Þar kom upp alvarleg sýking sem endaði með því að Norðmenn urðu að hætta við áform sín í miðju kafi og skildu firðina eftir í RÚST. ÆTLI ÍSLENSU FIRÐIRNIR SÉU NÆSTIR????
Jóhann Elíasson, 18.10.2024 kl. 09:02
Fiskeldið er erfitt mál Jóhann og mín skoðun er að það eigi heima upp á landi. Nóg er plássið og ekki langt að dæla sjónum í kvíar. Samfylkingin mun bruna áfram og leiða okkur í ógöngur enda er gælunafn mitt á flokknum - skaðræðisflokkurinn.
Rúnar Már Bragason, 18.10.2024 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.