1.11.2024 | 21:37
Að brenna burt skemmtun
Það er af sem áður var er maður ólst upp við að safna í brennu og nær umhverfið kom og naut með. Nú þarf alls konar leyfi og takmarkanir til að þessi skemmtun geti átt sér stað. Það er eins og enginn nema kjörnir fulltrúar (eða opinberir fulltrúar) megi hafa vit fyrir okkur. Enginn má bera sína eigin ábyrgð.
Fyndnasta í viðtalinu voru loftlagsmálin. Að nokkrar brennur hafi eitthvað með loftslagið að gera gat hún ekki sagt en margt smátt gefur tóninn var svarið. Sem auðvitað lesist sem algert f***** f*** kjaftæði sem betra er að brenna.
Sósíalistar sem vilja segja okkur hvernig á að lifa draga alla skemmtun úr lífinu og eftir standa hálfgerðir draugar.
Ætli ég geti haldið mína eigin brennu?
Fækkun áramótabrenna hitamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning