Að ljúga með hugtaka ruglingi

Eitt af aðalsmerkjum sósíalista, kommúnista, activista og vinstra liðs er að nota hugtök og stagla á þeim í sífellu. Þegar nánar er skoðað þá er verið að afbaka notkun á þessum hugtökum. Tökum nokkur dæmi:

  • Afneitun - allir þeir sem settu spurningu við loftlagsmálin voru afneitarar en ef ekki má efast um vísindi eða ræða þau þá eru það ekki vísindi. Grundvöllur vísinda er að efast og geta rætt um það sem er sett fram.
  • Fjölmenning - átti að útskýra fyrir okkur að menning okkar yrði fjölbreytnari með því að fá inn fólk annarsstaðar frá. Ein mesta afbökun á orðinu menning því ef menning er ekki fjölbreytt þá er búið að strípa öll samskipti milli fólks. Niðurstaðan er að orðið segir ekki eitt eða neitt.
  • Mannfjandsamlegt - er hugtak sem mikið er notað af andstæðingum umræðu um flóttamenn. Allt tal þar sem lagt er til að flýta afgreiðslu eða setja einhver mörk á hvernig þetta er gert er kallað mannfjandsamlegt. Samt fær þetta fólk húsnæði, mat og smá pening aflögu sem er meira en margir innfæddir geta leyft sér. Hvernig getur það verið mannfjandsamlegt? Þeir sem nota þetta ættu að prófa að gerast flóttamenn í öðrum löndum sem gæti þá gefið þeim raunhæfan samanburð.
  • Lýðræði - er hugtak sem einna mest er afbakað og misnotað. Hugsið bara um hvernig staðið var af málum í Covid vitleysunni. Þar var lýðræðið tekið úr sambandi en samt leyfir sama fólk sér að nota hugtakið. Annað dæmi er Úkraína þar sem sitjandi foseti og stjórn hafa misst umboð sitt en tala samt um lýðræði. Vandamálið við lýðræði að það tekur tíma eins og vegurinn um Teigskóg sýndi. Hvort sem við vorum sammála sem þar fór fram þá felst það í lýðræðinu að við erum ekki öll sammála og ólíkar skoðanir koma upp. ESB er gott dæmi um stað þar sem verið að taka lýðræðið úr sambandi.
  • Hatursorðræða - frekar furðulegt orðskrípi sem einhver fann upp og ætlar að leiða inn í lög. Með þessu orði er verið að skipta sér að fólk segir eða réttara sagt verið að ritskoða skrif. Einn bloggarinn er að lenda í þessari vitleysu en skrif hans gefa ekkert tilefni til kæru.
  • Inngilding - ekki veit ég hvað er átt við með þessu hugtaki nema sé verið að útskýra fyrir mér stærðfræði. Þar get ég sett inn gildi. Þetta hljómar eins og innflytjendur séu tölur í skjali en ekki mannverur sem eiga að aðlagast. Þarna er einungis verið að forðast það að ræða misheppnaða aðlögun.

Listinn er lengri er látum þetta duga. Stjórnmálamönnum væri samt nær lagi að nota íslensku en í því felst að lýsa hlutum en ekki afbaka málið með að taka inn hugtök sem hægt er að nota í ensku. Hugtök (afbökun og inngilding) er í raun enskuháttur. Á íslensku geturðu sagt: að afbaka hlutina eða leiða inn gildi. Íslenskan verður í raun óskiljanlegri með svona hugtakanotkun (sem er svo sem verið að reyna) og gerir ekki gott fyrir málið. Ef okkur þykir vænt um tungumálið, og viljum því sem bestan farveg, þá eigum við að hugsa um hvernig stjórnmálamenn, fjölmiðlar og þar sem efni er dreift til almennings kemur frá sér tungumálinu en ekki hvernig unglingarnir tala. Þannig viðhöldum við tungumálinu.

Því miður með stjórnmál í dag að þar eru umbúðir mikilvægari en innihaldið.


mbl.is Svandís segir Bjarna hafa sagt ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband