Að ljúga með hugtaka ruglingi

Eitt af aðalsmerkjum sósíalista, kommúnista, activista og vinstra liðs er að nota hugtök og stagla á þeim í sífellu. Þegar nánar er skoðað þá er verið að afbaka notkun á þessum hugtökum. Tökum nokkur dæmi:

  • Afneitun - allir þeir sem settu spurningu við loftlagsmálin voru afneitarar en ef ekki má efast um vísindi eða ræða þau þá eru það ekki vísindi. Grundvöllur vísinda er að efast og geta rætt um það sem er sett fram.
  • Fjölmenning - átti að útskýra fyrir okkur að menning okkar yrði fjölbreytnari með því að fá inn fólk annarsstaðar frá. Ein mesta afbökun á orðinu menning því ef menning er ekki fjölbreytt þá er búið að strípa öll samskipti milli fólks. Niðurstaðan er að orðið segir ekki eitt eða neitt.
  • Mannfjandsamlegt - er hugtak sem mikið er notað af andstæðingum umræðu um flóttamenn. Allt tal þar sem lagt er til að flýta afgreiðslu eða setja einhver mörk á hvernig þetta er gert er kallað mannfjandsamlegt. Samt fær þetta fólk húsnæði, mat og smá pening aflögu sem er meira en margir innfæddir geta leyft sér. Hvernig getur það verið mannfjandsamlegt? Þeir sem nota þetta ættu að prófa að gerast flóttamenn í öðrum löndum sem gæti þá gefið þeim raunhæfan samanburð.
  • Lýðræði - er hugtak sem einna mest er afbakað og misnotað. Hugsið bara um hvernig staðið var af málum í Covid vitleysunni. Þar var lýðræðið tekið úr sambandi en samt leyfir sama fólk sér að nota hugtakið. Annað dæmi er Úkraína þar sem sitjandi foseti og stjórn hafa misst umboð sitt en tala samt um lýðræði. Vandamálið við lýðræði að það tekur tíma eins og vegurinn um Teigskóg sýndi. Hvort sem við vorum sammála sem þar fór fram þá felst það í lýðræðinu að við erum ekki öll sammála og ólíkar skoðanir koma upp. ESB er gott dæmi um stað þar sem verið að taka lýðræðið úr sambandi.
  • Hatursorðræða - frekar furðulegt orðskrípi sem einhver fann upp og ætlar að leiða inn í lög. Með þessu orði er verið að skipta sér að fólk segir eða réttara sagt verið að ritskoða skrif. Einn bloggarinn er að lenda í þessari vitleysu en skrif hans gefa ekkert tilefni til kæru.
  • Inngilding - ekki veit ég hvað er átt við með þessu hugtaki nema sé verið að útskýra fyrir mér stærðfræði. Þar get ég sett inn gildi. Þetta hljómar eins og innflytjendur séu tölur í skjali en ekki mannverur sem eiga að aðlagast. Þarna er einungis verið að forðast það að ræða misheppnaða aðlögun.

Listinn er lengri er látum þetta duga. Stjórnmálamönnum væri samt nær lagi að nota íslensku en í því felst að lýsa hlutum en ekki afbaka málið með að taka inn hugtök sem hægt er að nota í ensku. Hugtök (afbökun og inngilding) er í raun enskuháttur. Á íslensku geturðu sagt: að afbaka hlutina eða leiða inn gildi. Íslenskan verður í raun óskiljanlegri með svona hugtakanotkun (sem er svo sem verið að reyna) og gerir ekki gott fyrir málið. Ef okkur þykir vænt um tungumálið, og viljum því sem bestan farveg, þá eigum við að hugsa um hvernig stjórnmálamenn, fjölmiðlar og þar sem efni er dreift til almennings kemur frá sér tungumálinu en ekki hvernig unglingarnir tala. Þannig viðhöldum við tungumálinu.

Því miður með stjórnmál í dag að þar eru umbúðir mikilvægari en innihaldið.


mbl.is Svandís segir Bjarna hafa sagt ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Best er að hlusta bara ekki á þessa vitleysinga.  Það er mannskemmandi.  Um leið og þeir nota eitthvað af þessum orðum - augljóslega rangt - þá er best að leiða þá bara hjá sér.

Kalla þá bara sauðabjána og kolefnistrúarmenn.

Það verða engar rökræður hvort eð er, þú getur gleymt því. 

Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2024 kl. 17:11

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er góður og áhugaverður pistill. 

Merkilegt er hvernig notuð eru skrýtin og sjaldgæf orð til að réttlæta eitthvað sem fólk er andvígt og telur rangt oft í innsta eðli sínu. Þannig er verið að neyða fólk eins og fasistastjórnir gera einatt, nema okkar heimshluti kallar sig ranglega lýðræðislegan, jafnaðarfasismi kallaði ég þetta, með réttu, það er að segja að reynt er að þröngva jöfnuðinum uppí kokið á fólki með fasískum ráðum.

Inngilding er gott dæmi um slíkt orð sem fáir skilja. Það á víst að merkja að gera menningu gilda og einstaklinga án þess að gerð sé krafa um íslenzkukunnáttu eða aðlögun að okkar menningu. Það er sífellt verið að gefa afslátt af réttindum og skyldum sem fylgja því að tilheyra þjóð, og endar með fullkomnu niðurbroti.

Það er í raun furðulegt að ástandið á Íslandi sé ekki orðið eins og í Svíþjóð.

En fólk verður að eiga samskipti. Ég vil eiga samskipti við vinstrimenn og aðra sem ég er mismikið ósammála, en eins og Ásgrímur segir, það ber mismikinn árangur. 

Þessir bölvuðu bergmálshellar eru vandamálið og okkar tækniöld hefur gert þá verri. 

Það sem vantar er að fólk með ólíkar skoðanir eigi samskipti, og eins og Sókrates og fleiri sögðu, að þora að rökræða, finna niðurstöðu sem flestir eða allir geta sætt sig við.

Samfélagsmiðlarnir eru ekki til gagns nema þeir séu algjörlega frjálsir og lausir við bönn og höft, en því miður er þar líka verið að þrengja að frelsinu til að tjá sig og eiga samskipti.

Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og reyna að auka þroska og skilning og samskipti sem auka skilning. Því miður er það ekki alltaf þannig.

Ef ríkið þróast alltaf í sömu átt og í Sovétríkjunum, í átt að kúgun, þöggun og stöðnun, þá er algert frelsi betra þar sem sá sterkasti sigrar. Til þess þarf þá að breyta lögum, eða gera allsherjarbyltingu neðanfrá, frá almenningi ef ekkert annað dugar.

Síðan er annað, að þjóðfélagsverkfræðingar sósíalista hafa fundið upp æ betri aðferðir til að gera almenning fullan af doða, með lyfjum vegna greininga ranglegra eða réttilegra, og svo með innrætingu kúgunar í gegnum fjölmiðla og skólakerfi.

Því er allsherjarbylting í átt til frelsunar og réttlætis fjær en oft áður.

Ingólfur Sigurðsson, 2.11.2024 kl. 17:32

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Jón Magnússon lýsti þessu mjög vel í pistli og tek mér bessaleyfi að birta..

Fyrst var talað um ólöglega innflytjendur, síðan breyttist það í hælisleitendur og þá í umsækjendur um alþjóðlega vernd sem að verulegu leiti þýðir opin landamæri eins og mál glæpamannsins Múhammeðs Kúranis Th. Jóhannessonar sýnir vel.

Talað var um að innflytjendur þyrftu að aðlagast íslenskri menningu, tungu og þjóð, án þess væri hætta á ferðum. Nú hefur verið horfið frá því og orðið aðlögun heyrist ekki lengur. 

Nýjasta áróðursorð ættjarðarlausra embættis- og stjórnmálamanna er "inngilding"  Nú á að inngilda fólk en ekki aðlaga það. 

Inngilding er skv.skýringu: "Að virða og viðurkenna fjölbreytileikann og gera alltaf ráð fyrir honum." 

Í raun þýðir þetta að útlendingar sem koma til langtímadvalar eigi að halda sínum siðum, menningu, tungu og venjum án þess að reynt sé að aðlaga þá að íslensku samfélagi. 

Inngildingin skv. túlkun þýðir að fallið er frá því að gera kröfu til að útlendingar sem sækja um langtímadvöl og ríkisfang læri og tali íslensku. Yfirhöfuð þýðir inngilding ekkert annað en að útlendingar séu teknir inn í íslenskt samfélag á þeirra eigin forsendum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.11.2024 kl. 18:29

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk fyrir innlitið og góðar athugasemdir.

Las á netinu athyglisvert en einhver líkti ástandinu á vesturlöndum við ástandið í Sovétríkjunum áður en þau féllu. Satt að segja er margt sameiginlegt og ef þetta heldur svona áfram þá er ekkert annað en harður skellur sem bíður.

Rúnar Már Bragason, 2.11.2024 kl. 20:17

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sammála ykkur. Ég held að Svíar hafi notað þessa nálgun áður en hryðjuverkum fjölgaði hjá þeim og afbrotum.

Ef Sigmundur Davíð kemst til valda og Bjarni Ben þá er von til að þeir skilji hvaða mistök þetta eru. Því miður ekki miklar líkur á að Arnar Þór komist til valda.

Já, mjög góður pistill Rúnar.

Ingólfur Sigurðsson, 2.11.2024 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband