Nú þegar fjölmiðlar tilkynna að Trump verði forseti þá fylgja fréttir um loforð hans um skattalækkanir og tollabreytingar leiði til aukinnar verðbólgu. Hvernig fjölmiðlar fá út þetta samband er engan veginn skýrt á nokkurn hátt, líklega vegna þess að ekkert samband er þarna á milli.
Aukin verðbólga eftir covid var vegna skuldasöfnunar ríkja og brotinni flutningskeðju ásamt fleiri atriðum. Það sem fjölmiðlar gefa sér er að aukin spenna á markaði muni leiða til hækkunar verðbólgu. Hins vegar virðast þau missa alveg af einum þætti sem Trump lofar en það er að minnka ríkisfjármál. Leið sem ein og sér lækkar verðbólgu.
Horfið bara hingað til lands. Viðverandi halli á ríkisfjármálum og það tók ekki nema 1 mánuð að hækka hallann um 17 miljarða. Hvernig stjórnmálamenn halda að verðbólgan og vexti lækki í þessu ástandi sýnir vel hversu illa þeir eru að sér.
Mín von er að með þessum sigri Trump þá minnki vægi marxisma og fólk þori aftur að segja skoðun sína án þess að vera rakkað niður. Eftir allt þá þýðir fjölbreytt samfélag ólíkar skoðanir og ólík nálgun á hlutum sé leyfð.
E.S.
Ekki stóð á viðbrögðum hrakfallinna fjölmiðlamanna og glóbalista. Hér er ein allsherjar fullyrðaflaumur án þess að geta vísað til þess að fyrri tollahækkanir Trump hafi hækkað verðbólgu.
Hlutabréf hækka og bitcoin í methæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar einhver varar við því að eitthvað muni valda verðbólgu þarf alltaf að skoða hvort hann er sjálfur í stöðu til að hækka verð á vörum og þjónustu og valda þannig verðbólgu.
Ef boðberinn er sjálfur í stöðu til að valda verðbólgu (eða hafa áhrif á verðbólguvæntingar) þá er "fréttin" ekki aðvörun heldur hótun til þeirra sem lúta ekki vilja boðberans.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2024 kl. 13:36
Mjög góður og þarfur punktur Guðmundur.
Rúnar Már Bragason, 6.11.2024 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.