Derrick mættur á svæðið

Derrick var þýskur sjónvarpsþáttur á 9 áratug síðustu aldar um lögreglumann sem leysti sakamál. Víðir er svo sem ekki á þeirri línu en spurningin er frekar hvaða mál hefur Víðir leyst.

Hann var gerður í raun afturreka með stefnu sína í kófinu. Varðandi Grindavík þá hafa málin þróast af mikilli forræðishyggju gagnvart íbúum í nafni öryggis. Ekki hefur verið reynt að leysa málin í samvinnu við íbúa heldur gengið út frá þröngum forsendum, svipað og í kófinu. Jafnvel á mjög gráu svæði lagalega í báðum málum.

Nú sækist Víðir eftir að taka þátt í lagasetningum en hvernig hann brást við þessu fyrrnefnda gefur ekki góð fyrirheit um hvernig nálgast skal lagasetningar. Ef forræðishyggja á að ráða þá hentar það mjög illa í lagasetningar.

Hitt er svo annað mál að textalýsing á þessu viðtali þá kemur hann mjög illa út og svarar eins og báknsins maður frekar þunnum svörum. Ekki tekin afgerandi afstaða til málsins og virðist frekar lítið inn í því sem hann er að tala um. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir Samfylkinguna.

Til gamans er hér mynd af Derrick.

Derrick


mbl.is Munu skattleggja hárgreiðslufólk, smiði og pípara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kosningahótanirnar eru ógnvænlegar.

Mig er farið að gruna sterklega að allt þetta fólk lyggi í dimmum kjöllurum og sniffi lím milli þess sem það fer á stjá.

Á móti þá er ég viss um að þau munu öll standa við þessar hótanir.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2024 kl. 14:33

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Viðreisn, Viðrekstur, við höfum átt svona flokka sem floppa. Kommar leita sér að nýju dulargervi þegar það gamla verður ótrúverðugt.

En Víðir minnir á Derrick, það er alveg rétt. Í alvöru hef ég verið að hugsa um það hvort ekki ætti að búa til íslenzka sakamálaþætti og athuga hvort hann hafi ekki leikarahæfileika, bjóða honum aðalhlutverkið?

Arnaldur, Yrsa, og þau öll hin, hér vantar ekki handritshöfunda eða framleiðendur að svona efni.

Derrick þættirnir voru auðvitað mun betri en bandarísk leðja og froða frá Hollywood. Þar var fólk sýnt í skilningsríku ljósi, hvort sem það voru afbrotamenn eða lögreglumenn. Handrit á heimsmælikvarða og jafnvel leikur.

Á Íslandi gengur sú klisja að allir afbrotamenn hljóti að vera geðveikir. Það eru fordómar og ekkert annað.

Ég hélt mikið uppá Derrick þættina. Þeir voru mjög langlífir. Byrjuðu 1974 og voru næstum til 2000. En framhaldsþættir á okkar Íslandi hafa alltaf verið skammlífir, sama hvort það hefur verið grín eða sakamál.

Ingólfur Sigurðsson, 8.11.2024 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband