11.11.2024 | 11:15
Framkvæmd skoðannakanna er ekki aðalmálið heldur túlkun þeirra
Nú vilja fyrirtækin sem framkvæma skoðannakannanir svara fyrir sig. Mjög eðlilegt því þetta er nú söluvara þeirra. Í sjálfu sér eru þau einungis að setja fram upplýsingar eftir því sem þau eru beðin um og þannig séð ekki að hafa nein áhrif.
Hins vegar er stóra vandamálið túlkunin. Þar er eins og fjölmiðlar eigi mjög erfitt með að setja þetta fram nema á hlutdrægan hátt. Oft virðist sem blaðamaður sé ekki nógu vel inn í hvernig eigi að túlka kannanir og fullyrðir ýmislegt út frá því. Stjórnmálaskýrendur eru verri því þeir eiga að kunna að túlka gögnin en segja ýmislegt sem er fjarri lagi að hægt sé að túlka út frá gögnum.
Varðandi framkvæmd þá hafa kannanir misst svolítið vægi sitt eftir að bannað var að hringja í fólk. Nú er settur fram svokallaður panel sem á að endurspegla þætti eins og kyn, búsetu, laun og fl. Oft eru sent um 4000 póstar og svara innan við helmingur póstunum. Þá koma í raun stærstu vandræðin því það eru ekki allir sem taka afstöðu og það kemur aldrei fram í fréttunum.
Við það hækka skekkjumörk. Lýsa má skekkjumörkum þannig að því hærri sem prósentan er þá hækka skekkjumörkin. Það sem enn skekkir þessi mörk er að ekki fá allir aldurshópar að taka þátt. Yfirleitt er verklagið orðið þannig að 65 ára og eldri fá ekki sendan póst. Við erum að tala um 5-10% sem fá ekki að taka afstöðu. Þetta ætti að hækka skekkjumörkin en kemur hvergi fram. Þar mættu fyrirtækin standa sig betur þó fjölmiðlar birti ekki upplýsingarnar. Þannig fær leikmaðurinn betri sýn á könnun þeim mun meiri upplýsingar eru gefnar um framkvæmd.
Athugið að baki því þegar Samfylkingin fé hæstu prósentu svara þá voru um 400 svör að baki. Hvernig fá fjölmiðlar út að hægt sé að túlka það sem mögulega útkomu úr kosningum? Hvar kemur fram hvernig þetta dreifist um landið?
Könnun segir til um svarendahóp og skoðanir þeirra. Lengra nær það ekki og til að fjá vísbendingu um hvert þetta leiðir þarf að taka yfir tímabil. Til að mynda getur hækkun Viðreisnar gefið vísbendingu að þeir fór betri útkomu en það gæti samt alveg gjörbreyst fram að kosningum.
Farið með hófi í að túlka kannanir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.