Það er ekki allt leyfilegt

Póst-modernísk stjórnmál ganga út frá því að allt sé leyfilegt og hér á landi hefur Heimildin verið fremst í flokki á þeim nótunum. Því miður gengur ekki upp að allt sé leyfilegt án aðhalds og líklega mun þetta verða grafarskrif Heimildinnar.

Þeir óðu uppi með Klaustursmálið þar sem ólöglegar upptökur voru notaðar. Gengu enn lengra með Samherjamálið með afritun gagna, falsfrásögn fíkils og eiturbyrlun. Nú á að birta aftur ólöglegar upptökur þar sem falsi er aftur beitt.

Þegar aðhaldið vantar þá endarðu með að keyra út í skurð og þar situr Heimildin núna. Með þesari birtingu á blekkingargögnum þá er komið að endalokum.

Það er ekki allt leyfilegt.


mbl.is Birta frétt upp úr leyniupptökum af syni Jóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband