"Ríkið fullfjármagnað" hvað er það?

Alveg hreint stórfurðuleg yfilýsing að ríkið eigi að vera fullfjármagnað og þá sé hægt að tala um að lækka skatta. Á mannamáli er það, eftir svona svar, aldrei mögulegt. Þversögnin að fullfjármagna eitthvað á einungis við þegar verkefni er keyrt í gegn en ekki ríkisfjármál sem tekin eru til skoðunnar á hverju ári.

Fullfjármögnun þýðir auðvitað að þú eyðir minna en er aflað en VG vilja ekki heldur spara svo hvenær er von á þessari fullfjármögnun, auðvitað aldrei.

Ljóst er að enginn setur það sem markmið að lækka skatta nema miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn en hann var ekki spurður. Enginn af þessum flokkum talar samt um að draga almennilega saman útgjöldin. Það er ekki nóg að vilja taka Rúv af auglýsingamarkaði ef það sparar ekkert. Sjálfstæðisflokkurinn er með frekar léleg svör og miðflokkurinn ekki nógu skýr.

Allir hinir flokkarnir gætu ekki hugsað sér að fara í gegnum stofnanakerfið og nefndir til að spara. Til að mynda 3 stofnanir um öryggismál landsins í stað einnar. Allar nefndir að stofnanir sem koma að loftlagsmálum - þurfum við þær allar. Styrkir til fjölmiðla og stjórnmálaflokka - einfaldlega verið að stela almannafé með óþarfa ráðstöfun. Gætum örugglega náð þessum 17 miljörðum sem fjárlög næsta ár jukust um með niðurskurðaaðgerðum. Ef almennilega gert þá gætum við ná 50 miljörðum sem væri óskastaða.

Enginn af þessum flokkum þorir að rugga bátnum.


mbl.is Vill ekki lækka skatta fyrr en ríkið er fullfjármagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband