Kristrún Flosadóttir virðist illa að sér í orkumálum

Í þessu viðtali slengir hún fram að vilji flokksins (lesist hennar) sé að auka orkuframleiðslu um 25%. Gott og vel ákveðið markið sem má gera en það þarf meira en að byggja orkuveitur. Hvað með raflínurnar? Stendur til að uppfæra þær og hver á að borga það? Hefur kostnaður við það verið tekinn inn í dæmið?

Þessi græna hugmynd, eins og með vinmylluorkuver, er ekki umhverfisvæn. Líftími er 25 ár þar sem þarf að endurnýja allt. Með öðrum orðum það getur verið að ódýrar meðan framleiðir en allur annar kostnaður, eins og endurnýjun, er langt um meiri. Það sama á við um rafbílana þeir eru ekki eins umhverfisvænir og ætlað er.

Hugmyndir Kristínar er að auka fjölda rafbíla og fjölga orkustöðvum (svipuð hugmynd og Kamilla Harris setti fram). Hljómar örugglega voða fallega fyrir marga en í engu samræmi við orkudreifingu um landið. Tökum sem dæmi ferð til Akureyrar. Á fjölmennustu dögunum þá fara um 10 þús bílar þá leið. Í dag eru nokkrar stöðvar til að hlaða bíla í Hrútafirði. Hver bíll er um 25 mín að hlaða og séu 10 stöðvar þá geta 480 bílar hlaðið sig á sólarhring sem er 5$ af bílafjöldanum.

Til að tvöfalda það þyrftu að vera 20 hleðslustöðvar en til að ná þessum 10$ af bílafjöldanum þennan dag þarf að 20 falda hleðslustöðvarnar þe þær yrðu 200. Hvernig á að koma 200 hleðslustöðvum fyrir í Hrútafirði? Það sem er samt enn stærra vandamál er að hver á að borga endurnýjun raflína í Hrútafirði svo hægt sé að veita öllu þessu rafmagni til hleðslustöðvanna? Hvaðan á orkan að koma?

Stærsta spuringin er samt af hverju eigum við að eyða fúlgu fjár í endurhönnun raflína sem eru síðan eru að mestu lítið notaðar stærsta hluta ársins?

Þetta er bara lítið dæmi um ruglið í kringum rafbíla, orkuframleiðslu og orkudreifingu. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa snefil af innsæi inn í þessa hluti og blaðra einhverja endæmis þvælu um græna orku.

Það skortir allt raunsæi.


mbl.is Vill auka orkuframleiðsluna um 25% á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Slagorðið Samfylkingarinnar í þessum kosningum er að vera með Plan

en planið virðist bara ekki gott því lýsingar Kristrúnar í Morgunblaðinu í dag á hvernig planið á að virka  virðast ekki vera raunhæfar í framkvæmd

Grímur Kjartansson, 15.11.2024 kl. 10:07

2 Smámynd: Hrossabrestur

Sælir,

Er Kristrún Frostadóttir kannski bara starfsmaður á Plani?

kv. hrossabrestur.

Hrossabrestur, 15.11.2024 kl. 12:24

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Planið er nú ekki lýðræðislegra en það að örfáir fengu að koma að því. Þótt hún komist að þá á eftir að selja samstarfsflokkum planið en eins og þú segir Grímur þá er planið ekki framkvæmanlegt.

Rúnar Már Bragason, 15.11.2024 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband