17.11.2024 | 23:36
12 ára hugmyndir um borgarlínu ekki kominn lengra
Ótrúlegt eins oft og japlað er á borgarlínu þá er enn verið að vinna með frekar hráa skýrslu um legu línunnar. Ekki einu sinni þá hægt að segja að allt sé komið og þetta er bara 1 hlutinn. Þarna er engar smá breytingar á gatnakerfi með tilheyrandi röskun sem lítið er útlistað t.d. tvær brýr á friðuðu svæði.
Þegar rennt er yfir þennan fyrsta hluti þá sést svo vel hveru óendanleg þvæla þessi hugmynd er. Væri ekki nær að laga núverandi kerfi, auka tíðni og sjá hvort að grundvöllur sé að fara út frekari framkvæmdir.
Nú þegar er búið að tefja mikilvægar gatnamót við Bústaðarveg út af borgarlínu. Þar er mikil slysahætta en Reykjavíkurborg tefur málið. Hvað finnst eiginlega íbúum Breiðholts um þessa töf? Það er ekkert voða gaman að keyra af Stekkjarbakka og ætla sér þaðan upp á Bústaðarveg. Fara yfir þrjár akreinar.
Hættið þessu gæluverkefnið. Komið á betra leiðarkerfi með tíðari ferðum fyrir brotabrot af þessar hugmynd. Líklega væri hægt að koma upp fínu kerfi fyrir minni kostnað er aðeins fyrsti hluti á að kosta.
Lega borgarlínu breytist í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning