Sérfræðingaskoðanir

Afar vinsælt er í fjölmiðlum að draga fram fólk og tala um það sem sérfræðinga. Þótt einhver læri fræði þá er sá enginn sérfræðingur í staðbundnum aðstæðum. Það sem kennt er og fræðingar nota eru atburðir sem eru búnir að gerast. Þeir geta verið sérfræðingar í að lesa gögn á ákveðinn hátt en eru engir sérfræðingar í spádómum.

Sannleikurinn er auðvitað að enginn er sérfræðingur í spádómum en vissulega gengur fólki misvel að lesa í tíðarandann. Þess vegna ber okkur að taka það sem sérfræðingar segja sem skoðun þeirra og ekkert meira. Þetta er enginn allsherjardómur um það sem verið er að fjalla um.

Höfum það líka í huga að sérfræðingur er stofnanaorð sem ýtir undir stofnanasamfélag. Vissulega er það vilji glóbalista, flestra fjölmiðla og leftista að auka eg stofnanna.

Eftir því sem sérfræðingar koma oftar fram í fjölmiðlum þá endurspeglar það svo vel innihaldsleysið í því sem þeir hafa að segja. Ef skoðum til dæmis umfjöllun um eldgosin á suðurnesjum þá hafa sérfræðingarnir oft spáð ýmsu en oft gerist bara allt annað.

Sérfræðingarspeki lesist sem skoðanir viðmælandans.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband