Jákvæða/neikvæða úr kosningunum

Það jákvæðasta er að ESB er hafnað. Þótt Viðreisn stækki þingflokkinn þá er þar samt samsvörun við fylgisminkkun þegar ESB var nefnt. Annað jákvætt að Píratar og VG detta af þingi er lítil eftirsjá eftir þeim enda verið að hafna málaflokkum þeirra: loftlagskrísu, woke og nýrri stjórnarskrá. Sem enn styður að ESB er ekki inni, jafnvel þótt Viðreisnarfólk vilji meina annað en engin aðild er möguleg nema breyta stjórnarskrá.

Það neikvæða er að kerfisflokkur er stærstu(kannski næst stærstur þegar þetta er skrifað) en sé vilji til að minnka báknið þá færðu ekki kerfisfólk til þess. Samfylkingin vill líka hækka skatta og það er alveg ótrúlegt að fólk skuli kjósa að minnka ráðstöfunartekjur sínar. Hefur almenningur á Íslandi það svona gott? Plan flokksins eða stefna er ávísun á efnahagsleg vandræði en ekki breytingar eins og þeir hafa auglýst.

Það besta er samt að vinstra wokið er algerlega á útleið enda líklega aldrei verið neitt stórt hlutfall sem var hrifið af þeirri stefnu. Loftlagsmálin eru líka á undanhaldi enda ein allsherjar blekking sem smátt og smátt er verið að vinda ofan af.

Ef ætti að rýna í stjórnarmyndun þá er voða lítið um fína drætti þar.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður, Rúnar get ég EKKI séð að ESB hafi verið hafnað, þvert á móti get ég ekki betur séð en að landsmenn afi kosið ESB aðild yfir sig.  Ég er farinn að trú því staðfastlega að STÓRKOSTLEGT KOSNINGASVINDL hafi verið í gangi.  Hingað til hefur  hefur verið talað um að allt tal m KOSNINGASVINDL sé bara SAMSÆRISKENNINGAR en ég neita að trúa því landsmenn séu svo "STROPAÐIR" að vilja kasta FULLVELDINU frá sér TJÁNINGARFRELSINU og ÖLLU því sem gerir okkur að ÞJÓÐ.  Ef ég hefði aðgang að FÁNA og FÁNASTÖNG YRÐI FLAGGAÐ Í HÁLFA STÖNG Í DAG......

Jóhann Elíasson, 1.12.2024 kl. 09:18

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Var að hlusta á þetta lið í útvarpinu.  Viðreisn er enn að grenja eitthvað um að "kíkja í pakkann."  Skil ekki hverslags idjótar þetta eru, að vera enn með það nöldur.

Lét reyndar Bjarna Ben líta mjög vel út.

Vissulega bjartur blettur á þessu öllu að woke skuli hafa fengið vþilíkan skell.  Og best af öllu: VG er dautt.

Gleði gleði.  Þarf að halda uppá það með flugeldum.  Meðlimir flokksins geta kannski kveikt í sér, til hátíðarbrigða?

Ásgrímur Hartmannsson, 1.12.2024 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband