Er ætlunin að borga miljarað til að loka vindmyllum í roki?

Spurningin vaknar vegna fréttar frá Bretlandi þar sem vindmyllum er lokað í vindi vegna þess að dreifingakerfið ræður ekki við orkumagnið. Þar er verið að ræða um 100 miljaraða dollara og eykst á milli ára.

Nokkuð hefur verið skrifað um eyðileggingu landsins en minna um dreifikerfið. Mikið er rætt um að auka þurfi raforkuöflun um ákveðið magn en ekkert rætt um dreifikerfið, sem engan veginn ræður við aukningu nema það sé uppfært.

Hagkvæmni íslenskra virkjanna má rekja til þess að fyrst og fremst var búið að ákveða hvað ætti að gera við raforkuna. Síðan var byggð virkjun og nóg öflugt dreifikerfi samhliða. Núverandi umræða er fjarri þessu. Það á bara að frameiða nógu mikið afl en hvað gerist ef drefikerfið ræður ekki við pakkann?

Nú þá þarf að slökkva einhversstaðar, líkt og í Bretlandi.

Raunsæ umræða var um Hvalárvirkjun en hún myndi nýtast vestfirðingum. Þar var búið að ráðstafa orkunni og samhliða átti að efla dreifikerfið. Þetta raunsæi vantar í alla umræðu um vindmyllur. Ólíkt hugmyndum Landsvirkjunar við Búrfell þá er dreifikerfi þar sem ræður við aukningu. Flestum, ef ekki öllum, öðrum hugmyndum vantar umræðu um hvernig á að dreifa þessari orku. Óljósar hugmyndir um rafeldsneyti er ekki sannfærandi.

Hugmyndir um vindmyllur í Dalasýslu eða Fljótsdalshéraði er algerlega án umræðu um dreifikerfi. Á báðum stöðum þarf fjármikla uppfærslu á dreifikerfinu. Slíkt verður ekki til af sjálfu sér og líklegast lenda á notendum með hærra orkuverði.

Að viðbættum umhverfissóðaskapnum af vindmuyllum þá þarf raunsæa og innihaldsríka umræðu um vindmyllur áður en farið er í slík mál hér á landi. Alltof margt er óljóst, sér í lagi gagnvart neytendum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband