14.12.2024 | 16:08
Er hægt að vera innneitandi?
Orðið er ekki til en samt hægt að búa til merkingu á það td. með á móti orðinu afneitandi. Nú trúi ég ekki á loftskrísuna (loftlagssvindlið) en afneita engu um hækkandi hitastig. Ég einfaldlega neita að taka inn að það sé krísa og að eldsneyti sé vandamál. Þannig fæ ég út að ég sé innneitandi.
Annars er gaman af tungumálinu og í gær sýndi Rúv myndina Veggfóður og í lýsingu stóð orðið genglibeina. Nú rúmum 30 árum seinna veit unga fólkið ekki hvað orðið gengilbeina þýðir. Það væri alveg hægt að setja út pælingar um lélega málnotkun en lítum frekar á breytta málnotkun. Sést einhver í dag ganga um beina veitingum til fólks? Orðið er ekki hluti af daglegu lífi og því hverfur það úr málnotkun.
Ég er því innneitandi á loftlagskrífu og að vindmyllur séu góðar til orkuöflunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.