Fólksfækkun í heiminum er óhjákvæmileg

Ólíkt því sem margir, sér í lagi vinstri sinnaðir, halda fram þá mun fólki fækka í heiminum á þessari öld. Ég spáði fækkun frá 2050. Skrifaði um það áður að vegna lækkandi fæðingatíðni þá aftrar það fjölgun. Til að mynda hefur Suður-Kórea sett upp neyðarplan að fá inn fólk utan landssteinanna til að halda í fólksfjölgun og hafa nóg af vinnandi höndum.

Enn ein staðfesting á fólksfækkun má sjá í þessari frétt. Nú vill svo til að sæðisframleiðsla karla, sem er nauðsynleg til að fæða börn, hefur minnkað og sú minnkun eykst af meiri hraða á þessari öld en áður. Þannig er sæðisframleiðsla 50% minni í dag en fyrir 50 árum. Held að vinstri sinnaðir þurfi að uppfæra steðreyndir sínar.

Áhugaverð pæling í þessu samhengi er hnignun fyrri borgarmenninga. Hingað til höfum við einungis litið á þetta út frá félagslegu samhengi. Hið líkamlega er ekki bara erfitt að lesa heldur rétta sagt ómögulegt. Hvað ef þetta var samt hluti af fólksfækkun áður fyrr? Pæling sem myndi leiða inn á brautir eins og náttúruval.

Að öðru leyti þá býður framtíðakynslóða mikil áskorun að finna út úr þessu vandamál með fæðingatíðini og fækkandi vinnandi höndum.

E.S. Gervigreind er ekki svarið, sum störf þarf að vinna með höndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Leftistar vilja fækka fólki hraðar.

Mér skilst að planið sé að ná fjöldanum niður i 500.000.000 eins fljótt og auðið er.  Með öllum tiltækum ráðum.  Og leftistar hlusta ekkert á eitthvert hjal um staðreyndir eða raunveruleika.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2024 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband