Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur

Þessi stjórn er ávísun á algeran glundroða. Hér er verið að lofa gífurlegum fjárútlátum, miklum skattahækkunum á suma atvinnustarfssemi og setja evrópumálin á dagskrá sem enginn bað um eða vildi í kosningunum.

Eftir að hafa lesið yfir þessi 23 atriði (sum hver mjög lík) þá er ekki verið að gera neitt sem kemur almennt Íslendingum til heilla. Hér er verið að upphefja aldraða og öryrkja án þess að útskýra hvernig að afla eigi fjár til þess.

Þjóðaratkvæðagreiðsla mun sundra þjóðinni og alveg ljóst að einhver flokkur tapar og fer af þingi í næstu kosningum. Hvers vegna? Setjum upp sviðsmyndir:

Samþykkt - þá er Flokkur fólksins að fara gegn stefnu sinni og því enginn grundvöllur fyrir flokkinn áfram enda búinn að svíkja kjósendur sína.

Ekki samþykkt - þá er Viðreisn og líklega Samfylgingin búið að vera því höfnun á þeirra helstu áherslumáli þýðir endalok.

Að draga krónuna óþarfa niður með að fá enn eina skýrsluna um gjaldmiðla er sóun á almannafé.

Margt orðið voða loðið og innihaldslaust (sem kemur ekki á óvart) en lítið um hvaða aðgerðir eigi að gera til að framkvæma. Hvernig á að hækka lífeyri þegar skila á minni halla á fjárlögum á sama tíma?

Tækifærisinnar eiga ekki að vera í forsvari.


mbl.is Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í heild sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því. Allir þingmenn verða að vinna drengskaparheit að stjórnarskrá og þeir mega ekki virða það að vettugi með því að stuðla að broti gegn stjórnarskránni. Enginn stjórnarsáttmáli getur breytt því.

Hverju gæti svo starfshópur um kosti og galla krónunnar skilað af sér? Kannski áliti á myndskreytingunum á seðlum og myntum eða tillögu um að breyta litum peningaseðlanna eða að þeir verði framleiddir úr plasti en ekki pappír eins og var reynt í Nígeríu?

Hvort tveggja er markleysa og mun ekki leysa nein vandamál sem þarfnast úrlausnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.12.2024 kl. 19:23

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er að vona að það verði svo mikill glundroði að þessi stjórn hrökklist frá.  Þá verðu annaðhvort önnur stjórnarmyndun, með sömu eða svipaðri niðurstöðu, eða aðrar kosningar.

Myndi henta mér og öllum vel.

En já... þetta wr mjög DEI, mjög úrkynjað.  Mjög slæmt.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2024 kl. 21:04

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þeim mun dýpra sem er kafað þeim verr lítur þetta út. Vítiseldur er farinn af stað.

Guðmundur það á að lauma inn stjórnarskrárbreytingum. Talað er um náttúruauðlyndir og jafna vægi atkvæða en ætli hugsunin sé ekki að lauma inn þáttum sem myndu leyfa valdaframsalið.

Þetta verður fróðlegt Ásgrímur næsta sumar við vinnu fjárlaga en já það gæti verið stutt í næstu kosningar.

Rúnar Már Bragason, 21.12.2024 kl. 21:11

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rúnar. Það er ekkert hægt að "lauma inn" stjórnarskrárbreytingu. Til að breyta stjórnarskrá þarf að leggja fram frumvarp og sammþykkja það á tveimur þingum með kosningum á milli. Slíkt færi ekki framhjá neinum og getur ekki gerst á einu kjörtímabili.

Auk þess lít ég svo á að þingmönnum sé ekki heimilt að leggja fram hvað þá samþykkja frumvarp sem myndi kollvarpa slíku grundvallaratriði stjórnarskránninar, því þá væru þeir að brjóta gegn drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.12.2024 kl. 21:21

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ég segi lauma inn því eins og þú segir þá þarf kosningar á milli til að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Þannig að núverandi stjórn er að setja í stjórnarsátmála liði sem er ekki hægt að framkvæma nema með kosningum.

Þetta er laumuspil og sýnir hversu rýrt innihaldið er.

Rúnar Már Bragason, 21.12.2024 kl. 21:26

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Að landráð séu á skjön við stjórnarskrá er ekkert nýtt. Þessi ríkisstjórn heldur áfram með ESB inngildinguna eins og flestar aðrar ríkisstjórnir frá EES samningnum.

Hvort kjósendur seiga JÁ eða NEI við aðild ef kemur að því að þeir fái að kjósa um hana, skiptir engu máli, þeir sitja uppi eftir sem áður með erlent regluverk og glataðar auðlindir.

Stjórnsýslan mun aldrei fara fram á að einhver af "pólitískum leikurum hennar" verði dregin til ábyrgðar vegna landráða samkvæmt stjórnarskrá, enda sekust um þau sjálf.

Magnús Sigurðsson, 22.12.2024 kl. 06:06

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ekki er hægt að segja að maður hafi fyllst bjartsýni eftir að horfa á blaðrið í "VALKYRJUNUM" í "Silfrinu", þar sem þessar FRAUKUR kepptust um að hlaða lofi hver á aðra og ÞAR VAR EIGINLEGA STAÐFEST AÐ ÞETTA ER EIGINLEGA RÍKISSTJÓRN ÞORGERÐAR KATRÍNAR GUNNARSDÓTTUR EN HENNI HEFUR TEKIST MEÐ FREKJU OG YFIRGANGI (eins og venjan er hjá henni) AÐ NÁ TIL SÍN VEIGAMESTU RÁÐUNEYTUNUM OG EINMITT ÞEIM SEM ERU VEGAMEST VIÐ AÐ SVÍKJA LANDIÐ INN Í ESB.  Og mér varð óglatt af að lesa "stefnuskrána" hún er ekki pappírsins virði, sem hún er skrifuð á, EKKI EIN EINASTA TÍMASETNING Á NEINU SEM Á AÐ GERA OG HÚN ER SVO ALMENNT ORÐUÐ AÐ ÞAÐ ER ENGU LÍKARA EN EINHVER GRUNNSKÓLAKRAKKI HAFI HRIPAÐ HANA NIÐUR OG SÁ AÐILI HAFI EINFALLEGA EKKI GETAÐ LESIÐ SÉR TIL GAGNS......

Jóhann Elíasson, 22.12.2024 kl. 07:55

8 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sorglegt hvað virðing fyrir stjórnarskránni er lítið og að setja inn breytingar á henni breytir ekki viðhorfi stjórnmálamanna. Til að mynda þetta Magnús úr stjórnarsáttmála "Virðing fyrir alþjóðalögum ..." er erfitt að kyngja. Hvar er virðingin fyrir innanlandslögum? Jóhann því meira sem maður hugsar um þetta þeim mun verr líður manni.

Rúnar Már Bragason, 22.12.2024 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband