23.12.2024 | 15:20
Skaðræði ríkisstjórnarinnar er hafið
Það á að samþykkja bókun 35 og ráðherra sem var á móti er allt í einu að virða samkomulag. Nei þú ert að fara gegn samþykkt þinni þegar þú samþykktir að vera þingmaður. Þér ber að fara eftir samvisku þinni en ekki samkomulagi.
Það er orðið þegar nokkuð ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar að bruna í ESB þótt þjóðin vilji ekkert fara þangað.
Hverju vill stjórnin hreykja sér af þegar unga fólkið flýr eins og gerst hefur í löndum sem nýlega hafa farið inn. Líklega er þeim alveg sama enda komnar í feitt embætti í Brussel og þurfa ekki að borga skatta.
Lélegt var plaggið en verri eru fyrstu skilaboðin.
Athugasemdir
Frelsi til að koma og fara, vinna menntast og búa um allt Evrópusambandið höfum við haft lengi og því hæpið að sama breyting verði á hegðun okkar ungmenna eins og þeirra sem nýlega hafa öðlast þann rétt og flykkjast nú til annarra Evrópusambandsríkja.
þessi ríkisstjórn ætlar ekki í ESB gegn vilja þjóðarinnar. En þessi ríkisstjórn ætlar að bruna í ESB á núll einni þegar þjóðin hefur kosið um það og samþykkt að fara þangað inn. En að þjóðarvilji ráði hefur frá upphafi hrætt andstæðinga inngöngu og þeir verið hatrammir andstæðingar lýðræðislegra kosningar um áframhald viðræðna og hvort ganga eigi inn. Þeir vilja ráða burtséð frá vilja þjóðarinnar. Og halda nú ekki vatni, skjálfandi á beinunum, yfir að komin sé ríkisstjórn sem ætlar að láta þjóðina ráða.
Og hver segir að einhver tali samkvæmt samvisku sinni þegar hann er að veiða atkvæði þitt en hætti því þegar hann þarf ekki lengur stuðning þinn? Getur ekki eins verið að þegar hann þarf ekki lengur að taka neitt tillit til þinna skoðana að hann láti þá hjarta sitt, samvisku og vit ráða?
Glúmm (IP-tala skráð) 23.12.2024 kl. 19:57
Sæll Rúnar Már. Hvað hefur þú á móti því að Ísland standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum með því að innleiða bókun 35 við samninginn réttilega í íslensk lög?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2024 kl. 22:30
Svarið er einfalt Guðmundur. Þessi bókun var falin í 30 ár því samningurinn hefði ekki verið samþykktur með bókuninni. Þetta er hrein og klár lygi að þjóðinni. Sama og flokkur fólksins er að gera núna. Svíkja sína kjósendur algerlega.
Glúmm, hver sem þú ert, þá vil ég koma heiðarlega fram en esb sinnar hafa oft á tíðum komið fram með lygar. Sú stærsta er að halda því fram að þetta séu viðræður. Ekkert slíkt á sér stað heldur innlimum þar sem Ísland verður ekki meira en hérað eða líklega minna.
Lygin um vexti, gjaldmiðil, betra líf og allt hitt er ekkert annað en helber ósannindi.
Spyrjum að leikslokum. Enginn hefur enn unnið sigur.
Rúnar Már Bragason, 23.12.2024 kl. 23:48
Rúnar. Samningurinn var samþykktur með bókun 35 og hún var aldrei falin heldur var hún ekki réttilega innleidd í íslensk lög. Ég var að reyna að biðja um efnislegt svar við spurningunni. Hvað er það við bókunina sjálfa sem þú ert mótfallinn? Hefurðu lesið hana?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2024 kl. 00:03
Ég er ósammála þér að hún hafi ekki verið falin. Þessi bókun mun á einhverjum tímapunkti stangast á við stjórnarskrá Íslands. Þess vegna er alger vitleysa að vera innleiða þessa bókun. Jafnvel þótt settir séu fyrirvarar þá á að ekki að búa til lög sem vitað er að munu á einhverjum tímapunkti stangast á við önnur lög. Fyrirvarinn hefur ekkert gildi þegar upp er staðið.
Alþjóðasamningar eru ekki heilagir enda brjóta ríki þau þvers og kruss. Að lokum hafa önnur EES ríki samþykkt þessa bókun?
Rúnar Már Bragason, 24.12.2024 kl. 00:15
Bókun 35 var ekki falin frekar en meginmál EES samningsins því hún var birt með honum og fjallað um hana í laganámi í Evrópurétti allar götur síðan.
Hlutir stangast ekki á við stjórnarskrá "á einhverjum tímapunkti". Þeir annað hvort gera það eða ekki. Það eru oft búin til lög sem stangast á við önnur lög en einmitt þess vegna eru til forgangsreglur laga sem er farið eftir í slíkum tilvikum. Það stangast ekki á við stjórnarskrá ef Alþingi ákveður með lagasetningu að tiltekin lög gangi framar öðrum lögum að því leyti sem þau kunni að stangast á. Það hefur Alþingi gert áður í fjölda lagabálka sem eru eldri en EES samningurinn og falla ekki undir hann. Slíkt er álíka venjulegt á Íslandi og í flestum öðrum löndum.
Ég hef ekki enn fengið efnislegt svar frá þér. Hvað er það við innihald bókunar 35 eða frumvarps um innleiðingu hennar sem þú ert mótfallinn?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2024 kl. 01:10
Smá viðbót til að svara spurningu þinni um hvort önnur EES ríki hafi samþykkt þessa bókun. Noregur innleiddi hana samhliða lögfestingu EES-samningsins. Lichteinstein þurfti ekki að innleiða hana því hún varð sjálfkrafa að lögum þar við gildistöku EES-samningsins.
Þetta myndir þú vita ef þú værir búinn að lesa þér nægilega vel til um málið. Hérna er ágætur staður til að byrja á: Upplýsingar um bókun 35. Þegar þú verður búinn að lesa þér til gagns máttu endilega láta mig vita hvað það er við innihald bókunar 35 sem þú ert mótfallinn?
Gleðileg jól.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2024 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.