25.12.2024 | 12:51
Vísindahyggja, vísindi eða trú
Á vesturlöndum endurspeglast í dag mikil spenna milli trúar og vísindahyggju. Ekki vísinda sem framkvæma rannsóknir heldur það sem má kalla vísindahyggju (scientism) sem gengur út að nota vísindi t.d. í pólitískum tilgangi.
Loftlagskrísan er gott dæmi um vísindahyggju þar sem sett er fram einhver kenning og hún sögð óbreytanleg nema með ákveðnum framkvæmdum. Í þessu tilviki að fólk verði niðurnjörvað við sama punkt (í óeiginlegri merkingu). Allskonar vottanir eru af svipuðu róli. Jafnlaunavottun ein og sér gerir voða lítið fyrir starfsmenn nema að jafna laun. Þeim getur alveg liðið jafn illa í vinnunni.
Vísindahyggja, sem hefur fengið sviðið alla þessa öld, er á útleið. Almennt er meira farið að nálgast hlutina eins og vísindi gera með efa. Þegar efinn kemur að vísindahyggju þá situr fátt eftir og heila klappið fellur um sjálft sig. Þannig eru vottanir, loftlagsmál, vind- og sólarsellur fyrir rafmagnsframleiðsu, kynjafræði og kúgun alls konar á undanhaldi. Á einhverjum punkti kom þetta til með vísindum en stenst illa nánari skoðun.
Trúarbrögð hafa alltaf átt erfitt með efann en á móti er standa þau á föstum grunni. Sjálfur heillast ég ekki að kikjum (nema hönnunarlega séð) en trúarbrögð eru heillandi. Þetta óskilgreinda fyrirbæri sem hjálpar þér á óskilgreindan hátt. Alger andstæða vísinda. Það að til séu ótal myndir á guðina gerir þetta enn meira spennandi.
Þessi hugleiðing um trú og vísindi á jólum kemur til í þeirri von að bæði eflist. Trú fái að hafa sinn sess í friði og að vísindi verði stunduð með efann að leiðarljósi. Vísindahyggju verði ýtt til hliðar og pólitíkin fari að sinna þjónustuhlutverki sínu af auðmýkt en ekki frekju eins og í dag.
Eigið góðar stundir um jólin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning