Að segja sig til sveitar

Það er lygilegt að fylgjast með evrópusinnum sem halda að með því að segja sig til sveitar þá gangi betur að stjórna landinu. Þessi stjórn vill segja öllu til sveitar en er þá einhver þörf á alþingi?

Við getum þá bara sagt af okkur helstu málum og stjórnað sveitastjórnum svipað og gert var undir Dönum. Líklega vilja þessar konur, sér í lagi Þorgerður, geta fengið feitt embætti í Brussel, leiðinlegustu borg Evrópu, að sumbla þar og þykjast hafa eitthvað um málefni landsins að segja.

Evrópusinnar halda að með bókun 35 gerist ekkert fyrir innanlandslög en réttur landsmanna verði betri í Evrópu. Samt geta þeir ekki útskýrt almennilega hvað felst í þessari fullyrðingu. Ekkert frekan en hvort Norðmenn og aðrir voru þvingaðir til að samþykkja svona bókun. Þessi bókun mun alltaf, á einhverjum tímapunkti, stangast á við stjórnarskrá landsins. Það eitt og sér nægir til að samþykkja ekki þessa bókun.

Þessi minnimáttarkennd evrópusinna er frekar skrýtin. Í einu orði gera þeir sig gilda en lyppast niður eins rakkar þegar stóru löndin birtast á sviðinu.

Að segja sig til sveitar þýðir að við höfum engin áhrif á stjórn landsins. Evrópusinnar halda því fram:

  • Að við getum samið um fiskveiðar og við höldum fullum yfirráðum yfir stjórn landhelginnar. Eitt orð nær yfir þetta: BRANDARI. Stendur ekki steinn yfir steini þegar þetta er skoðað út frá reglum ESB. Að halda því fram að Malta hafi full yfirrráð yfir sínum 12 mílum er léleg samlíking við 200 mílur íslenskrar landhelgi. Fyrir utan það yrði kvótinn ákveðinn í Brussel en ekki hér á landi.
  • 6 þingmenn á evrópuþinginu af 700+ eitthvað. Held það heyrist meira í randaflugu.
  • Yfirráð yfir jörðum og hvernig landið er nýtt. Þetta er nú nógu slæmt en versnar enn frekar við inngöngu. Mér þykir vænna um land mitt en að það verði vindmyllukraðak fyrir Evrópu. Orkuframleiðsla er í algeru rugli í Evrópu og það er ekki Íslendinga að leysa úr því með að gerast framleiðendur og almenningur verði fáttækari en fyrir öld síðan.
  • Setti inn viljandi fullyrði hér að ofan því fullyrðingar um nýjan gjaldmiðil, tekur fjölda ára og lægri vexti, sem eru mjög breytilegir í ESB er sífellt verið að blása út sem sannleik án nokkurra vísbendinga um að geti ræst. Tal um lægri verðbólgu er á álíka plani.
  • Að Íslendingar fái svo mikið án þess að það kosti neitt. Því miður felst í aðild að það kostar mjög mikið, marga miljarða á ári. Að fá eitthvað til baka í styrkjum breytir því ekki að þú borgar alltaf meira en færð.

Mig langar ekkert að segja mig til sveitar en værum við ekki bara betur sett að leita í vestur átt? Þeir hafa allavega stjórn á sínum orkumálum og geta snúið fjárhagsmálum á rétta braut. Annað en hnignandi ESB.

 


mbl.is Valkyrjur koma og fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Evrópusinnar eru eins og herpes. Þeir bara birtast, eru til vansa á allan hátt, og það er ekkert hægt að gera í því.

Ekkert af því sem þeir halda fram er marktækt, það eina sem þeir vilja er synekúrur í Brussel. Ekkert annað. Metnaðurinn nær ekki lengra.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.12.2024 kl. 18:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Rúnar. Ég er sammála þér um andstöðu við ESB aðild enda myndi hún ekki samræmast stjórnarskránni. Aftur á móti hef ég lengst af verið fylgjandi EES samningnum þó stundum hafi íslensk stjórnvöld mátt standa sig betur í hagsmunagæslu á þeim vettvangi.

Norðmenn voru ekki þvingaðir til að samþykkja bókun 35. Hún var samþykkt af þeirra hálfu við undirritun EES samningsins rétt eins og af hálfu Íslands. Eini munurinn er sá að Noregur innleiddi hana réttilega í landslög á sínum tíma en ekki Ísland.

Bókun 35 stangast ekki á við stjórnarskrá. Þvert á móti er áréttað í henni að EES samningurinn feli ekki sér framsal löggjafarvalds, einmitt vegna þess að slíkt framsal hefði ekki samræmst stjórnarskránni og þess vegna var bókunin gerð.

Bókun 35 er einfaldlega hluti af EES samningnum og hefur verið það frá upphafi. Það sem er til umræðu núna snýst ekki um það heldur að bæta úr því að hún hafi ekki verið réttilega innleidd í íslensk lög á sínum tíma.

Hvað er það við innihald frumvarpsins sem utanríkisráðherra lagði fram í mars 2023 til að uppfylla skilyrði bókunar 35 sem þú ert mótfallinn? Efnislegt svar óskast vinsamlegast.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2024 kl. 19:34

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk fyrir að svarið Guðmundur en málið er að norska stjórnarskráin er ekki eins og íslenska. Sá óútskýrði munur segir meira til um af hverju Norðmenn samþykktu þetta strax. Eins og segi í blogginu þá er það nóg svar að á einhverjum tímapunkti skarast þetta. Þá er orðalag ef annað sé tekið fram ekki nóg. Við taka deilur í dómssölum sem taka mörg ár og á meðan er réttaróvissa. Þess vegna á frekar að sleppa þessu því það eru vond lög sem stangast á og valda óvissu. Ef það er ekki að framselja löggjafarvald hvernig eigum við þá að innleiða næstu orkupakka? Það nægir ekki að segja að við viljum það ekki, lögin í ESB eru samin þannig og þeir verða fúlir ef við gerum það ekki. Ef engir fyrirvarar eru settir þá stangast það á við stjórnarskrána, hvað þá? Málefnalega er einmitt verið að skapa óþarfa óvissu með því að setja bókun 35 í lög.

Já Ásgrímur sumt er erfitt að losna við.

Rúnar Már Bragason, 29.12.2024 kl. 21:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig er norska stjórnarskráin öðruvísi að þessu leyti? Samkvæmt 49. gr. hennar fer Stórþingið með löggjafarvaldið í umboði kjósenda, rétt eins og Alþingi samkvæmt íslensku stjórnarskránni. Noregur hefur ekki framselt þetta löggjafarvald til ESB frekar en Ísland. Þú segir að "á einhverjum tímapunkti" muni "þetta" stangast á við stjórnarskrá. Hvernig færðu það út? Annaðhvort stangast eitthvað á við stjórnarskrá eða ekki, það breytist ekki sjálfkrafa "á einhverjum tímapunkti". Vissulega er slæmt ef lög stangast mikið á en samt gerist það stundum og þess vegna þarf að hafa reglur til að skera úr um hver þeirra skuli gilda í slíkum tilvikum. Með því að lögfesta reglu sem segir til um slíkt væri ekki sköpuð nein óþarfa óvissa heldur væri þvert á móti dregið úr réttaróvissu með því að hafa þetta skýrt. Ég er engu nær um hvernig þú telur það fela í sér framsal löggjafarvalds ef Alþingi setur reglu í íslensk lög sem segir til um innbyrðis samspil íslenskra laga ef þau stangast á? Að setja slík lög er einmitt í verkahring Alþingis á grundvelli löggjafarvalds þess og hefur oft verið gert jafnvel áður en EES samningurinn kom til sögunnar án þess að neinn hafi talið það brjóta í bága við stjórnarskrá. ESB semur engin lög sem gilda á Íslandi, ESB gefur út tilskipanir og reglugerðir en þær hafa ekkert lagagildi á Íslandi heldur þarf Alþingi alltaf að setja íslensk lög til að innleiða slíkar reglur ef þær eiga að gilda hér.

Ég vil góðfúslega endurtaka spurninguna: Hvað er það við innihald frumvarpsins sem utanríkisráðherra lagði fram í mars 2023 til að uppfylla skilyrði bókunar 35 sem þú ert mótfallinn? Efnislegt svar óskast.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2024 kl. 23:08

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þetta er ekkert annaðhvort eða Guðmundur. Ef lög ESB eru rétthærri þá er ESB að semja íslensk lög. Verklag í dag er oft þannig en það breytir því ekki að komi lög sem gefa stofnun í ESB vald til að framkvæma á Íslandi þá stangast það á við stjórnskrá.

Auk þess treysti ég ekki stjórnmálamönnum að setja inn fyrirvara sem þarf. Þeir bera nú ekki það mikla virðingu fyrir stjórnarskránni.

Rúnar Már Bragason, 30.12.2024 kl. 00:14

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekkert til sem heitir "lög ESB" á Íslandi. Engin lög gilda á Íslandi nema þau sem Alþingi setur. Sama gildir um vald til að framkvæma á Íslandi (framkvæmdavald) að samkvæmt stjórnarskrá er það í höndum íslenskra stjórnvalda en ekki stofnana ESB.

En ég var alls ekki að spyrja þig hvort þú treystir stjórnmálamönnum eða hversu mikla virðingu þú teljir þá bera fyrir stjórnarskránni og ég var ekki heldur að spyrja um framkvæmdavald eða önnur atriði sem eru ekki í frumvarpinu sem um ræðir.

Ég hef ekki enn fengið efnislegt svar við spurningunni: Hvað er það við innihald frumvarpsins sem utanríkisráðherra lagði fram í mars 2023 til að uppfylla skilyrði bókunar 35 sem þú ert mótfallinn?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2024 kl. 02:40

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Fyrir mig eru alveg nóg efnisleg rök að lög eigi möguleika á að stangast á við önnur. Þér finnst það ekki Guðmundur og lengra nær þetta ekki.

Rúnar Már Bragason, 30.12.2024 kl. 14:37

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lög stangast stundum á við önnur lög. Það gerist einfaldlega því að raunveruleikinn er þannig. Þess vegna þarf að vera hægt að skera úr um það þegar þau stangast á.

Það gerist líka að húsveggir eru ekki alveg hornréttir eða akreinar sitthvorumegin gatnamóta standast ekki á. Raunveruleikinn er ófullkominn og líka mannanna verk.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.12.2024 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband