Hin fögru fyrirheit á nýju ári

Sjálfur geri ég ekki áramótaheit en við fengum nýja ríkisstjórn í jólagjöf sem lofar öllu fögru, í orðum, en afar óljóst er hvernig á að framkvæma. Áslaug bendir réttilega á að aukinn skattheimta á iðnað hafi afleiðingar og dragi úr fjárfestingu og frumkvæði.

Sumir halda að EES samningurinn hafi gert landinu svo gott en með bókun 35 sýnir vel að þessi samningur gerir Ísland að undirsátu í samningnum. Þeir sem vilja bókun 35 tala um að jafna lagalegan rétt innan svæðisins. Með þessu er verið að fjarlægjast viðskiptasamning og búa til aðra umgjörð. Svo vill samt til að samningurinn var kynntur sem viðskiptasamningur með auknum réttindum. Þessi auknu réttindi er dýru verði keypt þar sem við þurfum að beygja okkur undir lög ESB, jafnvel þótt stjórnarskráin leyfi ekki að selja vald til annarra landa. Hvernig þetta á að ganga upp skil ég ekki.

Drottnunarburðir ESB eru það sem munu setja sambandið fram af hengibrúnni og nú þegar sjást merki þess. Bretar yfirgáfu sambandið vegna þess hvernig þeir vildu sjúga allt vald til sín á kostnað breta. Ef Ísland fer þarna inn þá verður það mergsogið á kostnað landsmanna. Annað sýnilegt er að þjóðir í austurhluta Evrópu sem hafa farið inn lenda allar í því sama. Fyrst um sinn þá batnar hagur þeirra en síðan kemur stöðnun þar sem stutt er í hnignun. Aðal ástæðan er að aldurssamsetning þjóðanna er að eldast. Það sitja of margir aldraðir eftir en unga fólkið er farið eða fæðingatíðnin lækkar svo hratt.

Við það að fara í ESB þá gerist ekki neitt nema að ný atvinnutækifæri séu sköpuð. Þá þýðir ekkert að moka inn vindmyllum og halda að það geri svo gott fyrir þjóðina. Þetta snýst um störf og að fólk geti aflað sér lífsviðurværis. Aðild að ESB skapar ekki störf.

Þessi fögru fyrirheit nýju stjórnarinnar eru bara orðin tóm og hún gerði enn verra með að taka upp bókun 35 ásamt því að vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild (ljúga að okkur að sé samningur). Ríkisstjórninni væri nær að læra að lesa hagtölur jaðarlanda ESB og átta sig á því að við fáum ekkert nema kostnað við aðild að ESB.

Ef ríkisstjórnin fer ekki að koma hreint fram, og draga úr orðaskrúðnum, þá bíða hennar ekki góður tími á næsta ári.

Þrátt fyrir ríkisstjórnina þá ætla ég að gera mitt besta að eiga góðan tíma og óska lesendum þess sama á næsta ári.


mbl.is „Ríkisstjórnin ætlar að valda óvissu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sömuleiðis Rúnar, ég tek heilshugar undir ALLT sem þú segir þarna.  Ef eitthvað vit væri í Íslenskum ráðamönnum ættu þeir að HALLA sér meira að Bandaríkjunum, því Evrópa er í "dauðateygjunum" en það væri alveg eftir því að Þorgerður Katrín og kó vilji bara einblína á ESB, sem fljótlega heyrir sögunni til......

Gleðilegt ár Rúnar og bestu þakkir fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.....

Jóhann Elíasson, 31.12.2024 kl. 14:34

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk Jóhann og sömuleiðis. Fyrsta spurningin hjá mér á nýju ári er hvað fáum við út úr ESB aðild umfram það sem höfum núna?

Rúnar Már Bragason, 1.1.2025 kl. 13:38

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að allir viti bornir menn geri sér grein fyrir því AÐ VIÐ FÁUM EKKERT ÚT ÚR ESB AÐILD NEMA KOSTAÐ OG ENN MEIRI MIÐSTÝRINGU....

Jóhann Elíasson, 1.1.2025 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband