Er veiðiráðgjöf Hafró heilög kýr

Ég er ekki hrifinn af því þegar settir eru upp afarkostir um annaðhvort eða. Þessir viðmælendur líta svo á að annaðhvort þarf að hlýta veiðiráðgjöf Hafró eða fara fram úr henni. Höldum því til haga að Hafró lofaði að auka magnið í 500 þúsund þorsktonn. Þeir hafa lægst verið með 25% af því en hæst um helming.

Nei sú stofnun notar frekar bjagaða aðferð sem segir eitthvað en alls ekki heilagan sannleika. Það má alveg gagnrýna aðferð sem notuð hefur verið í hálfa öld en engu skilað nema minna magni í veiðiráðgjöf. Hvað varð um allan fiskinn í sjónum?

Mín skoðun er að það gerist ekkert þótt strandveiðibátar afla helmingi meira. Hins vegar má amast út í það að stærri strandveiðibátar séu að sigla hringinn. Var það hugsunin sem strandveiðum? Áttu þær ekki að hjálpa byggðum og þeim sem búa á svæðinu?

Ruglandinn er mestur í því að ríkið eigi að stjórna þessu. Með tilliti til strandveiða þá hefur þetta verið aleger barstaður frá upphafi einmitt vegna stjórnunar ríkisins. Ég efast stórlega um að þeir finna eitthvað vitrænt núna frekar en fyrri daginn en 24 þús tonn hefur engin áhrif á stærð stofna í hafinu við landið.


mbl.is Kosningaloforð Ingu til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér finnst einhvern veginn að ráðherra hafi alltaf í gegnum árin gefið út rýmri veiðiheimildir en Hafró hefur lagt til?

Grímur Kjartansson, 3.1.2025 kl. 20:36

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Get ekki svarað nákvæmlega fyrir það en var meira að vitna í fréttina. Hin síðustu ár hefur verið lítið um frávik veit ég. Þegar Hafró vildi fara niður fyrir 100 þús þorsktonn þá var sett regla að kvótinn sveiflaðist ekki meira en 20% milli ára. Ekki beint vísindalegt en hentar vel hagfræðilega.

Rúnar Már Bragason, 3.1.2025 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband