15.1.2025 | 22:31
Esb áróður vegna lélegra laga frá alþingi
Alveg með ólíindum að lesa þetta klambur um að bókun 35 hefði "hugsanlega" leitt af sér aðra niðurstöu. Þetta hugsanlega er ekkert annað en áróður um að koma landinu í ESB. Það er ekkert sem gefur það til kynna nema léleg lagasetningar frá alþingi.
Öll mál í kringum leyfisveitingar eru í algeru rugli og langt frá því að vera skiljanlegt. Það má endalaust toga þetta og hitt fram til að tefja málið.
Málinu verður líklega áfrýjað en það er vel hægt að sleppa hræðsluáróðri um að ESB reglur myndu hjálpa okkur. Eins og venju Samfylkingunni er ekki treystandi.
![]() |
Getum ekki þolað að það verði niðurstaðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessar vangaveltur hins nýja ráðherra standast enga skoðun. Ef dómurinn er lesinn nógu vel sést að í honum er því beinlínis hafnað að bókun 35 gæti haft þýðingu í málinu, með eftirfarandi orðum:
"Hér er því ekki um að ræða árekstur milli lagaákvæðis byggðs á tilskipuninni og annars ótengds ákvæðis heldur misræmi milli annars vegar ákvæðis tilskipunarinnar eins og það hefur verið túlkað og framkvæmt að Evrópurétti og hins vegar tilsvarandi ákvæðis laganna sem sett voru til innleiðingar á tilskipuninni, túlkaðs til samræmis við skýrt markmið löggjafans að baki því í sinni endanlegu mynd."
Til að reyna að taka þetta saman stuttu máli: Vatnatilskipunin sem slík gerir ráð fyrir því að breyting á vatnshloti geti verið heimil vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjun. Við innleiðingu hennar í íslensk lög gerði umhverfisnefnd aftur á móti breytingu á tilsvarandi ákvæði frumvarpins til íslensku laganna um stjórn vatnamála, sem útilokar slíka breytingu (að mati dómsins). Þingmenn allra flokka samþykktu þá breytingu nema Framsóknar sem sátu hjá. Að lokum samþykktu þingmenn allra flokka frumvarpið svo breytt.
Hér er því ekki um að ræða árekstur á milli innleiðingarlaga og annarra (séríslenskra) laga eins og bókun 35 er ætlað að taka á, heldur var einfaldlega um að ræða ranga innleiðingu á tilskipun, sem brýtur í bága við 7 gr. EES samningsins sjálfs. Fyrir vikið var umrædd EES regla (7. mgr. 4. gr. vatnatilskipunarinnar) ekki "komin til framkvæmdar" á Íslandi, en bókun 35 á aðeins við um EES reglur sem eru komnar til framkvæmdar og á því alls ekki við um þetta tilvik.
Sjá nánari skýringar í athugasemd minni við færslu hjá frjalstland.blog.is.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2025 kl. 16:01
Takk fyrir þetta Guðmundur, ráðherra algerlega úti að aka.
Rúnar Már Bragason, 17.1.2025 kl. 12:34
Þar sem hann er nýr í starfinu ætla ég að leyfa honum að njóta vafans fyrir að vita ekki betur án þess að hafa kynnt sér þetta nógu vel eins og hann tók fram. Að svo búnu hefði hann þó mátt gæta betur að þessum orðum sínum.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2025 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.